Innlent

Tilboð opnuð vegna Neðri Þjórsár

Frá Urriðafossi.
Frá Urriðafossi.

Tilboð vegna ráðgjafaþjónustu vegna virkjana í Neðri Þjórsá; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, voru opnuð í Landsvirkjun í gær. Útboðsgögn voru dagsett í desember 2006 og buðu þrír í verkið.

Lægsta tilboðið hljóðaði upp á tæpar 1400 milljónir króna og var frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf, VGK-Hönnun hf og Rafteikningu hf. Þeir fengu einnig bestu tæknilegu einkunn, eða 99,8 prósent.

Einnig barst tilboð frá LMN Joint Venture, Línuhönnun hf, Mott MacDonald Limited og Norconsult AS. Tæknileg einkunn þeirra var rúmlega 95 prósent.

Þriðja tilboðið var frá Lower Thjorsa Engineering Joint Venture sem er Almenna verkfræðistofan hf, Lahmeyer International og Rafhönnun hf. Tæknileg einkunn þeirra var upp á 97,8 prósent.

tilboð eru metin eftir tæknilegri einkunn sem vegur 80 prósent en verðtilboðið vegur 20 prósent. Þetta kemur fram á vef Landsvirkjunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×