Sérhagsmunagæsla VG fyrir stórútgerðirnar Fyrsta verk sjávarútvegsráðherra VG í nýrri ríkisstjórn var reglugerðarbreyting um að skerða þorskveiðiheimildir til strandveiða næsta sumar um 1.500 tonn Skoðun 25. janúar 2022 17:31
Laxeldisfyrirtæki á netaveiðum Í gær birtust fréttir af því að enginn lax hefði veiðst í net í Reyðarfirði eftir að gat kom á sjókví þar. Í hvert skipti sem slysaslepping á sér stað er kastað út neti í stóran fjörð, látið liggja í dag eða tvo og þar með er viðbragðsáætlun lokið. Skoðun 25. janúar 2022 14:02
Sjálfbær nýting auðlinda hafsins Ólíkt því sem tíðkast hjá mörgum öðrum þjóðum eru fiskistofnar við Ísland í góðu ásigkomulagi. Nýting þeirra flestra er vottuð af alþjóðlegum aðilum sem sjálfbær og verðmætasköpunin hefur aukist mjög frá því sem áður var. Skoðun 25. janúar 2022 13:30
Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. Menning 24. janúar 2022 07:00
Jakob Valgeir og Helgi Magnússon fjárfesta í Skeljungi Tvö félög á vegum Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðarmanns og fjárfestis, bættust við hluthafahóp Skeljungs fyrr í þessum mánuði þegar þau keyptu samanlagt um 1,55 prósenta hlut sem skilar honum í hóp tíu stærstu eigenda fyrirtækisins. Innherji 20. janúar 2022 17:31
Gat á sjókví í Reyðarfirði Gat var á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa fiskeldis við Vattarnes í Reyðarfirði. Fyrirtækið tilkynnti Matvælastofnun um þetta í dag en gatið uppgötvaðist við reglubundið eftirlit með kvíum á stöðinni. Innlent 20. janúar 2022 17:23
Hópsmit um borð í Baldvin Njálssyni: „Orðin spurning um heppni hvort menn sleppi út á sjó“ Tuttugu og sex af tuttugu og átta skipverjum á frystitogaranum Baldvin Njálssyni hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Skipstjóri togarans segist þakklátur heilbrigðisyfirvöldum en allt hafi gengið upp eins og í smurðri vél þegar grunur um smit kom upp um borð. Innlent 17. janúar 2022 10:58
Líklega mesta loðnuveiði sögunnar Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um. Viðskipti innlent 14. janúar 2022 15:28
Telur tækifæri í hagstæðari fjármögnun Síldarvinnslunnar Þrátt fyrir að allt stefni í að árið 2022 verði magnað ár í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa aflaheimildir í loðnu, eins og meðal annars Síldarvinnslan, þá þarf að hafa í huga að veiðar geta gengið misjafnlega vel. Innherji 12. janúar 2022 17:48
Verbúðin Ísland Verbúðin á RÚV er eitt allra besta sjónvarpsþáttaefni síðari ára. Hún er hressileg upprifjun á umhverfi, tísku og tíðaranda ákveðins umbreytingartíma á íslensku samfélagi. Þótt Verbúðin sé ekki heimildarmynd þá er engu að síður eins og við hendumst aftur í tíma og rúmi. Skoðun 12. janúar 2022 11:30
„Karlarnir eru sjóðillir“ Bullandi ágreiningur er innan atvinnuveganefndar og þeir sem stunda strandveiðar eru ósáttir við að ráðherra hafi með reglugerð skert þorskveiðiheimildir smábátaeigenda. Innlent 12. janúar 2022 10:36
Allar líkur á mögnuðu ári í sjávarútveginum Hærri verð, áður vanmetin loðnuúthlutun og örlítið hagstæðari kostnaðarhlutföll eru helstu ástæður þess að greinendafyrirtækið Jakobsson Capital hefur hækkað verðmat sitt á Brim um 17 prósent, eða úr 704 milljónum evra í 825 milljónir evra, jafnvirði um 122 milljarða íslenskra króna. Innherji 10. janúar 2022 09:01
Júlíus Geirmundsson sneri í land eftir að skipverji greindist um borð Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson kom í land í morgun eftir að skipverji fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-sjálfsprófi um borð. Maðurinn fer í kjölfarið í PCR-sýnatöku hjá heilsugæslunni á Ísafirði. Innlent 7. janúar 2022 11:31
Banaslys á sjó! Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði banaslys á sjó hér við Ísland. Því ber að fagna og við Íslendingar getum sannarlega glaðst yfir því hve mjög viðhorf til öryggismála hafa batnað á síðustu áratugum. Skoðun 6. janúar 2022 08:31
Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. Viðskipti innlent 5. janúar 2022 15:28
Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni. Viðskipti innlent 3. janúar 2022 13:45
Ársreikningar með fyrirvara vegna stöðunnar í Namibíu Samstæðan Samherji Holding ehf. hagnaðist um 27,4 milljónir evra á seinasta ári eða sem nemur um 4,04 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi. Hagnaður nam 1,4 milljónum evra árið 2019. Viðskipti innlent 30. desember 2021 12:57
Er ekki bara best að skrifa skýrslu? Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hugi lítt að verðmætasköpun í framtíð þegar kemur að sjávarútvegi hefur atvinnugreinin sjálf staðið sína plikt. Fjárfest hefur verið í vélum, tækjum, skipum og búnaði fyrir tugi milljarða króna á hverju ári, undanfarin ár. Sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi ætla ekki að bíða eftir því hvað framtíðin færir þeim. Umræðan 29. desember 2021 16:00
Endurunnin smurolía notuð til að keyra loðnubræðslur Smurolían sem tekin er af bílnum okkar þegar við förum með hann í smurningu mun nýtast loðnubræðslum landsins í vetur; sem endurunnin úrgangsolía í íslenskri endurvinnslu. Þannig sparast umtalsverður gjaldeyrir. Viðskipti innlent 29. desember 2021 12:04
Jens úr fluginu og í landeldið Jens Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Geo Salmo, sem áformar uppbyggingu landeldis á laxi á Íslandi. Viðskipti innlent 21. desember 2021 09:30
Glæsilegt sjóminjasafn hjá Rabba í Vestmannaeyjum Eitt allra glæsilegasta sjóminjasafn í einkaeigu er í Vestmannaeyjum en þar er að finna fjölda bátalíkana og um sjö hundruð safngripi. Innlent 19. desember 2021 20:11
Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. Viðskipti innlent 18. desember 2021 22:44
Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. Innlent 18. desember 2021 08:01
Sjálfstæðisflokkurinn þarf aðeins að stoppa Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hefur áhyggjur af sjálfstæði Íslands og segir að honum hafi til að mynda litist afskaplega illa á þriðja orkupakkann á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að doka við og spyrja sig fyrir hvað hann stendur, segir útgerðarmaðurinn. Innlent 18. desember 2021 07:01
Lagt til að stöðva humarveiðar næstu tvö árin Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að humarveiðar verði ekki heimilaðar árin 2022 og 2023. Aflinn það sem af er ári er sá minnsti frá upphafi. Viðskipti innlent 17. desember 2021 14:39
Ógilda leyfi til stækkunar fiskeldis Laxa í Reyðarfirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi heimild til 10 þúsund tonna stækkunar á starfsemi Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Viðskipti innlent 16. desember 2021 15:00
Virkt eftirlit er grundvöllur verðmætasköpunnar Vaxandi umhverfisvitund almennings og auknar kröfur neytenda um að fiskveiðum sé stjórnað með sjálfbærni að leiðarljósi hefur skapað íslenskum sjávarútvegi gott orðspor og samkeppnisforskot. Þetta byggir meðal annars á trausti þess að hér séu vísindalegar nálganir notaðar við stjórn fiskveiða, ábyrg nýting fiskistofna og umgengni við hafið í hávegum höfð. Skoðun 15. desember 2021 07:30
Bréf til Svandísar Í stjórnarsáttmálanum er tekið fram að skipa eigi í nefnd sem endurskoða á fiskveiðikerfið. Það er svo sem ekkert nýtt að endurskoða eigi fiskveiðikerfið. í því sambandi vil ég nefna hina svo kölluðu „Sáttanefnd í sjávarútvegi“ í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna árið 2010. Skoðun 14. desember 2021 17:31
Framkvæmdastjóraskipti og skipulagsbreytingar hjá Slippnum Páll Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri og tekur við starfinu um áramótin. Páll hefur stýrt framleiðslusviði félagsins og tekur við starfinu af Eiríki S. Jóhannssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri í sex og hálft ár. Viðskipti innlent 14. desember 2021 15:11
„Ruglingslegum og mótsagnakenndum“ kröfum um björgunarlaun vísað frá dómi Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands um að vísa máli fyrrverandi áhafnarmeðlims olíuflutningaskips, sem fór fram á björgunarlaun vegna strands frystiskipsins M/V Green Freezer í Fáskrúðsfirði árið 2014, frá dómi. Innlent 14. desember 2021 15:00