Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2022 23:10 Sigfús Jónsson, strandveiðisjómaður á Fögru Fríðu AK, að lokinni löndun á Akranesi í kvöld. Arnar Halldórsson Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint frá Akraneshöfn en þar lönduðu þrír strandveiðibátar síðdegis og í kvöld. Þar var Óskar Óskarsson á Sval AK nýbúinn að landa um fimmhundruð kílóum, sem hann veiddi um 10-12 sjómílur undan Akranesi. Skömmu áður hittum við Sigfús Jónsson á Fögru Fríðu AK og spurðum hvernig hefði gengið: „Það gekk bara bærilega.“ -Var ekki leiðindaveður? „Jú, það var hundleiðinlegt,“ svaraði Sigfús en kvaðst þó finna stemmninguna. Allir væru að gera sig klára og vonast til að það yrði góð veiði. „Verðið hátt og nóg af kvóta. Þá verða allir sælir og glaðir, sko.“ -Og ráðherrann er svona búinn að lofa aðeins meiru? „Það hlýtur að vera. Hún hlýtur að lofa öllu fögru, svona fyrir sveitarstjórnarkosningar.“ -Þannig að það stefnir í gott sumar? „Já, já. Ekki spurning,“ svaraði Sigfús. Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra er búin að gefa út 11.100 tonna kvóta fyrir strandveiðarnar, þar af 10.000 tonn í þorski og 1.000 tonn í ufsa. Gera má ráð fyrir að aflanum verði landað í um fimmtíu höfnum hringinn í kringum landið, sem ætti að færa líf og fjör í sjávarbyggðir landsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Byggðamál Akranes Tengdar fréttir Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint frá Akraneshöfn en þar lönduðu þrír strandveiðibátar síðdegis og í kvöld. Þar var Óskar Óskarsson á Sval AK nýbúinn að landa um fimmhundruð kílóum, sem hann veiddi um 10-12 sjómílur undan Akranesi. Skömmu áður hittum við Sigfús Jónsson á Fögru Fríðu AK og spurðum hvernig hefði gengið: „Það gekk bara bærilega.“ -Var ekki leiðindaveður? „Jú, það var hundleiðinlegt,“ svaraði Sigfús en kvaðst þó finna stemmninguna. Allir væru að gera sig klára og vonast til að það yrði góð veiði. „Verðið hátt og nóg af kvóta. Þá verða allir sælir og glaðir, sko.“ -Og ráðherrann er svona búinn að lofa aðeins meiru? „Það hlýtur að vera. Hún hlýtur að lofa öllu fögru, svona fyrir sveitarstjórnarkosningar.“ -Þannig að það stefnir í gott sumar? „Já, já. Ekki spurning,“ svaraði Sigfús. Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra er búin að gefa út 11.100 tonna kvóta fyrir strandveiðarnar, þar af 10.000 tonn í þorski og 1.000 tonn í ufsa. Gera má ráð fyrir að aflanum verði landað í um fimmtíu höfnum hringinn í kringum landið, sem ætti að færa líf og fjör í sjávarbyggðir landsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Byggðamál Akranes Tengdar fréttir Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13