Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2022 22:02 Hvalur 9 sjósettur í dag eftir fimm vikna klössun í slippnum í Reykjavík. Rúnar Vilberg Hjaltason Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurhöfn þegar Nían, eins og hún er kölluð, var sjósett eftir fimm vikur í slipp en þar fékk hún meðal annars nýja skrúfu. Hvalur 9 var smíðaður árið 1952 og fagnar því sjötugsafmæli í ár. Voldugt spilverkið í slippnum telst þó enn meiri fornminjar, karlarnir giskuðu á það væri yfir hundrað ára, en sinnir þó enn með sóma því hlutverki sínu að draga skipin upp og slaka þeim svo aftur niður með sjö metra hraða á mínútu. Halldór Gíslason, umsjónarmaður hvalbátanna, um borð í Hval 9 þegar honum var rennt úr slippnum.Rúnar Vilberg Hjaltason Nokkrir starfsmenn Hvals voru um borð meðan báturinn seig niður úr slippnum. Eftir fjögurra ára hlé sjá þeir núna loksins fram á hvalvertíð. Halldór Gíslason, umsjónarmaður hvalbátanna, giskaði á að starfsmenn yrðu á milli 140 og 150 manns. -En nú eruð þið allir að eldast. Er ekki erfitt að finna mannskap sem kann til verka? „Það eldist enginn hjá Hval, sérðu,“ svarar Halldór og hlær. -Eruð þið allir síungir? „Já, við erum allir síungir, sko. Það er ekki gefinn upp aldur hérna.“ -En er tilhlökkun gagnvart því að hefja nýja hvalveiðivertíð? „Það hlýtur að vera. Við treystum á það,“ svarar Halldór. Eftir að hvalbáturinn var kominn á flot og laus úr sleðanum tók dráttarbáturinn Haki við og færði hann að bryggju hvalbátanna við Ægisgarð. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Rúnar Vilberg Hjaltason Þá var röðin komin að hinum hvalbátnum, Áttunni, sem er enn eldri, var smíðuð árið 1948, en hafnsögumennirnir á Haka færðu Hval 8 yfir að dráttarbrautinni. Eftir að búið var að skorða hann í sleðanum var hann dreginn upp. Í slippnum bíður hans botnhreinsun og málun og áætla starfsmenn Stálsmiðjunnar Framtaks að verkið taki um tvær vikur. Búist er við að hvalbátarnir haldi til veiða í fyrri hluta júnímánaðar. Það gæti því orðið í kringum 10. júní sem þeir koma með fyrstu langreyðarnar að landi í Hvalfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvalveiðar Reykjavík Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51 Fá að kenna á því um leið og „ástríðufull“ fjölmiðlaumfjöllun fer af stað Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar harmar fréttir af endurkomu hvalveiða í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og fréttir af hvalveiðum taka að spyrjast út. 23. mars 2022 13:12 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. 9. maí 2018 20:45 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurhöfn þegar Nían, eins og hún er kölluð, var sjósett eftir fimm vikur í slipp en þar fékk hún meðal annars nýja skrúfu. Hvalur 9 var smíðaður árið 1952 og fagnar því sjötugsafmæli í ár. Voldugt spilverkið í slippnum telst þó enn meiri fornminjar, karlarnir giskuðu á það væri yfir hundrað ára, en sinnir þó enn með sóma því hlutverki sínu að draga skipin upp og slaka þeim svo aftur niður með sjö metra hraða á mínútu. Halldór Gíslason, umsjónarmaður hvalbátanna, um borð í Hval 9 þegar honum var rennt úr slippnum.Rúnar Vilberg Hjaltason Nokkrir starfsmenn Hvals voru um borð meðan báturinn seig niður úr slippnum. Eftir fjögurra ára hlé sjá þeir núna loksins fram á hvalvertíð. Halldór Gíslason, umsjónarmaður hvalbátanna, giskaði á að starfsmenn yrðu á milli 140 og 150 manns. -En nú eruð þið allir að eldast. Er ekki erfitt að finna mannskap sem kann til verka? „Það eldist enginn hjá Hval, sérðu,“ svarar Halldór og hlær. -Eruð þið allir síungir? „Já, við erum allir síungir, sko. Það er ekki gefinn upp aldur hérna.“ -En er tilhlökkun gagnvart því að hefja nýja hvalveiðivertíð? „Það hlýtur að vera. Við treystum á það,“ svarar Halldór. Eftir að hvalbáturinn var kominn á flot og laus úr sleðanum tók dráttarbáturinn Haki við og færði hann að bryggju hvalbátanna við Ægisgarð. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Rúnar Vilberg Hjaltason Þá var röðin komin að hinum hvalbátnum, Áttunni, sem er enn eldri, var smíðuð árið 1948, en hafnsögumennirnir á Haka færðu Hval 8 yfir að dráttarbrautinni. Eftir að búið var að skorða hann í sleðanum var hann dreginn upp. Í slippnum bíður hans botnhreinsun og málun og áætla starfsmenn Stálsmiðjunnar Framtaks að verkið taki um tvær vikur. Búist er við að hvalbátarnir haldi til veiða í fyrri hluta júnímánaðar. Það gæti því orðið í kringum 10. júní sem þeir koma með fyrstu langreyðarnar að landi í Hvalfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hvalveiðar Reykjavík Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51 Fá að kenna á því um leið og „ástríðufull“ fjölmiðlaumfjöllun fer af stað Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar harmar fréttir af endurkomu hvalveiða í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og fréttir af hvalveiðum taka að spyrjast út. 23. mars 2022 13:12 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. 9. maí 2018 20:45 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51
Fá að kenna á því um leið og „ástríðufull“ fjölmiðlaumfjöllun fer af stað Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar harmar fréttir af endurkomu hvalveiða í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og fréttir af hvalveiðum taka að spyrjast út. 23. mars 2022 13:12
Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02
Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23
Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. 9. maí 2018 20:45