Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2022 12:41 Frá Norðurfirði á Ströndum. Um þrjátíu strandveiðibátar lönduðu þar í fyrra. Egill Aðalsteinsson. Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að 444 bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi á þessum fyrsta degi veiðanna, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu í morgun, um fimmtíu fleiri en á upphafsdeginum í fyrra en þá voru þeir 395 talsins. Venjan er að bátunum fjölgar næstu vikurnar en í fyrrasumar urðu þeir alls 672 talsins sem stunduðu strandveiðarnar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, býst við að þeir verði ennþá fleiri í ár, eða um og yfir 700 talsins. Strandveiðarnar eru leyfðar í allt að fjóra mánuði yfir sumartímann, til loka ágústmánaðar, eða þar til 11.100 tonna strandveiðipottur sumarsins klárast, en í fyrra kláraðist potturinn þann 18. ágúst. Afli strandveiðibáta nam í fyrra rúmum 12 þúsund tonnum og var honum landað á 51 stað hringinn í kringum landið. Mesta aflanum var landað á Patreksfirði en þar á eftir komu Bolungarvík, Ólafsvík, Skagaströnd og Norðurfjörður á Ströndum. Sjómenn sem ætluðu að hefja veiðarnar þar í morgun hættu hins vegar nokkrir við, að sögn Hilmars F. Thorarensen á Gjögri og er ástæðan sú að flutningabílar komast ekki norður í Árneshrepp vegna þungatakmarkana. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er aðeins leyfður fimm tonna öxulþungi á veginum. Kvaðst Hilmar þó vita um tvo báta sem fóru á sjó úr Norðurfirði og ætluðu eigendur þeirra sjálfir að aka með aflann til Hólmavíkur. Hilmar sagði að annars væri eina leiðin að senda fiskinn með flugvél. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, kvaðst í morgun varla trúa því að þetta væri staðan en strandveiðarnar hafa mikla þýðingu þar og segir Eva að í fyrra hafi um þrjátíu strandveiðibátar landað í Árneshreppi. Fjallað var um vegamálin í Árneshreppi í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fjórum árum: Sjávarútvegur Árneshreppur Vegagerð Samgöngur Byggðamál Strandabyggð Tengdar fréttir Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að 444 bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi á þessum fyrsta degi veiðanna, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu í morgun, um fimmtíu fleiri en á upphafsdeginum í fyrra en þá voru þeir 395 talsins. Venjan er að bátunum fjölgar næstu vikurnar en í fyrrasumar urðu þeir alls 672 talsins sem stunduðu strandveiðarnar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, býst við að þeir verði ennþá fleiri í ár, eða um og yfir 700 talsins. Strandveiðarnar eru leyfðar í allt að fjóra mánuði yfir sumartímann, til loka ágústmánaðar, eða þar til 11.100 tonna strandveiðipottur sumarsins klárast, en í fyrra kláraðist potturinn þann 18. ágúst. Afli strandveiðibáta nam í fyrra rúmum 12 þúsund tonnum og var honum landað á 51 stað hringinn í kringum landið. Mesta aflanum var landað á Patreksfirði en þar á eftir komu Bolungarvík, Ólafsvík, Skagaströnd og Norðurfjörður á Ströndum. Sjómenn sem ætluðu að hefja veiðarnar þar í morgun hættu hins vegar nokkrir við, að sögn Hilmars F. Thorarensen á Gjögri og er ástæðan sú að flutningabílar komast ekki norður í Árneshrepp vegna þungatakmarkana. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er aðeins leyfður fimm tonna öxulþungi á veginum. Kvaðst Hilmar þó vita um tvo báta sem fóru á sjó úr Norðurfirði og ætluðu eigendur þeirra sjálfir að aka með aflann til Hólmavíkur. Hilmar sagði að annars væri eina leiðin að senda fiskinn með flugvél. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, kvaðst í morgun varla trúa því að þetta væri staðan en strandveiðarnar hafa mikla þýðingu þar og segir Eva að í fyrra hafi um þrjátíu strandveiðibátar landað í Árneshreppi. Fjallað var um vegamálin í Árneshreppi í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fjórum árum:
Sjávarútvegur Árneshreppur Vegagerð Samgöngur Byggðamál Strandabyggð Tengdar fréttir Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13
Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15
Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30