Þurfa að tæma innanverðan Reyðarfjörð af laxi vegna blóðþorrans Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2022 11:38 Sjókví í Reyðarfirði. Alls þarf að tæma níu sjókvíar vegna ISA-veirunnar sem nú hefur greinst í laxi á staðnum. Vísir/Arnar Laxar Fiskeldi í samvinnu við Matvælastofnun hafa virkjað aðgerðaráætlun með tilliti til slátrunar og tæmingu allra kvía í innanverðum Reyðarfirði eftir að blóðþorri (ISA-veira) greindist í einum eldislaxi í kví félagsins. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að þar með muni allur innanverður Reyðarfjörður tæmast fyrir laxi og fara í eldishvíld. Með þessari aðgerð skuli gert hið ýtrasta til að uppræta og hreinsa svæðið fyrir veirusmiti. Samkvæmt upplýsingum frá Löxum þarf að tæma níu kvíar vegna málsins og verður ráðist í það strax eftir helgi. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að í kjölfar þess að Laxar Fiskeldi hafi tæmt kvíabólið við Gripalda vegna blóðþorrans (ISA) sem þar greindist í lok nóvember síðastliðinn hafi sú staðsetning farið í lögbundna hvíld. Jafnframt hafi aðrar staðsetningar verið settar undir stranga skimunaráætlun. „Sýna-seríur hafa verið teknar í hverjum mánuði allt frá því í desember og hafa verið tekin á þriðja þúsund sýni á svæðinu til sértækrar qPCR-greiningar. Allt fram til í apríl voru niðurstöður góðar og hvergi útslag með tilliti til hinnar meinvirku ISA-veiru. Við síðustu sýnatöku sýndi eitt stakt sýni af 288 sýnum á Sigmundarhúsum grunsamlega svörun, en sú staðsetning liggur næst Gripalda og er undir sama rekstrarleyfi. Allt hefur verið með eðlilegum hætti á svæðinu og laxinn frískur og dafnað eðlilega. Þetta eru svokölluð haustseiði sem sett voru út síðastliðið haust, alls um milljón seiði að meðalþyngd um 475 gr. Tilraunastöðin á Keldum staðfesti fyrstu grunsemd og voru sýni einnig send til rannsóknastofu í Leipzig til nánari raðgreiningar. Endanleg svör bárust í vikunni og niðurstaðan staðfestir að um er að ræða hið meinvirka afbrigði veirunnar (ISA HPR-deleted),“ segir í tilkynningunni. Fiskeldi Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum. 26. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að þar með muni allur innanverður Reyðarfjörður tæmast fyrir laxi og fara í eldishvíld. Með þessari aðgerð skuli gert hið ýtrasta til að uppræta og hreinsa svæðið fyrir veirusmiti. Samkvæmt upplýsingum frá Löxum þarf að tæma níu kvíar vegna málsins og verður ráðist í það strax eftir helgi. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að í kjölfar þess að Laxar Fiskeldi hafi tæmt kvíabólið við Gripalda vegna blóðþorrans (ISA) sem þar greindist í lok nóvember síðastliðinn hafi sú staðsetning farið í lögbundna hvíld. Jafnframt hafi aðrar staðsetningar verið settar undir stranga skimunaráætlun. „Sýna-seríur hafa verið teknar í hverjum mánuði allt frá því í desember og hafa verið tekin á þriðja þúsund sýni á svæðinu til sértækrar qPCR-greiningar. Allt fram til í apríl voru niðurstöður góðar og hvergi útslag með tilliti til hinnar meinvirku ISA-veiru. Við síðustu sýnatöku sýndi eitt stakt sýni af 288 sýnum á Sigmundarhúsum grunsamlega svörun, en sú staðsetning liggur næst Gripalda og er undir sama rekstrarleyfi. Allt hefur verið með eðlilegum hætti á svæðinu og laxinn frískur og dafnað eðlilega. Þetta eru svokölluð haustseiði sem sett voru út síðastliðið haust, alls um milljón seiði að meðalþyngd um 475 gr. Tilraunastöðin á Keldum staðfesti fyrstu grunsemd og voru sýni einnig send til rannsóknastofu í Leipzig til nánari raðgreiningar. Endanleg svör bárust í vikunni og niðurstaðan staðfestir að um er að ræða hið meinvirka afbrigði veirunnar (ISA HPR-deleted),“ segir í tilkynningunni.
Fiskeldi Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum. 26. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum. 26. nóvember 2021 15:20