Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2022 11:13 Tíu þúsund tonn af þorksi verða í strandveiðipottinum á komandi veiðitímabili. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að ráðherra hafi bætt við 1.500 tonnum í pottinn. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemi því 4,5 prósent og hafi ekki svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Þá segir að ákvörðun Svandísar um að auka leyfilegan heildarafla í strandveiðum sé til að festa þær enn betur í sessi en í dag fái margar fjölskyldur hluta sinna heimilistekna frá strandveiðum. Nú sé fjórtánda strandveiðisumarið að ganga í garð og grunnhugsunin að baki þeim sé að stunda megi veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt en jafnframt opna á möguleika fyrir þau sem ekki hafi yfir aflamarki að ráða á að reyna fyrir sér í sjávarútvegi. Haft er eftir Svandísi í tilkynningunni að hún hafi fengið fjölda erinda frá strandveiðimönnum þar sem hún hafi verið hvött til að taka til skoðunar hvernig bæta megi kerfið þannig að verðmætasköpun verði sem mest og jafnræði landsvæða sem mest. „Þau tilmæli tek ég alvarlega og þessi ákvörðun er liður í þeirri vinnu. Mikilvægt er að strandveiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðuöryggis,“ segir Svandís í tilkynningunni. Sá afli sem er til ráðstöfunar fyrir strandveiðar hverju sinni miðast við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og ákvörðun ráðherra um leyfilegan heildarafla. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. 14. mars 2022 08:31 Stofna Strandveiðifélag Íslands til að berjast fyrir réttinum til handfæraveiða Stofnað hefur verið Strandveiðifélag Íslands en tilgangur þess verður „að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur“. 8. mars 2022 12:36 Þorgerður fékk loðin svör frá Svandísi um hækkun veiðigjalda Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kvað sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag og vildi knýja fram afstöðu ráðherra sjávarútvegsmála, Svandísar Svavarsdóttur, til hækkunar veiðigjalda. 21. febrúar 2022 16:20 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að ráðherra hafi bætt við 1.500 tonnum í pottinn. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemi því 4,5 prósent og hafi ekki svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Þá segir að ákvörðun Svandísar um að auka leyfilegan heildarafla í strandveiðum sé til að festa þær enn betur í sessi en í dag fái margar fjölskyldur hluta sinna heimilistekna frá strandveiðum. Nú sé fjórtánda strandveiðisumarið að ganga í garð og grunnhugsunin að baki þeim sé að stunda megi veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt en jafnframt opna á möguleika fyrir þau sem ekki hafi yfir aflamarki að ráða á að reyna fyrir sér í sjávarútvegi. Haft er eftir Svandísi í tilkynningunni að hún hafi fengið fjölda erinda frá strandveiðimönnum þar sem hún hafi verið hvött til að taka til skoðunar hvernig bæta megi kerfið þannig að verðmætasköpun verði sem mest og jafnræði landsvæða sem mest. „Þau tilmæli tek ég alvarlega og þessi ákvörðun er liður í þeirri vinnu. Mikilvægt er að strandveiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðuöryggis,“ segir Svandís í tilkynningunni. Sá afli sem er til ráðstöfunar fyrir strandveiðar hverju sinni miðast við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og ákvörðun ráðherra um leyfilegan heildarafla.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. 14. mars 2022 08:31 Stofna Strandveiðifélag Íslands til að berjast fyrir réttinum til handfæraveiða Stofnað hefur verið Strandveiðifélag Íslands en tilgangur þess verður „að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur“. 8. mars 2022 12:36 Þorgerður fékk loðin svör frá Svandísi um hækkun veiðigjalda Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kvað sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag og vildi knýja fram afstöðu ráðherra sjávarútvegsmála, Svandísar Svavarsdóttur, til hækkunar veiðigjalda. 21. febrúar 2022 16:20 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. 14. mars 2022 08:31
Stofna Strandveiðifélag Íslands til að berjast fyrir réttinum til handfæraveiða Stofnað hefur verið Strandveiðifélag Íslands en tilgangur þess verður „að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur“. 8. mars 2022 12:36
Þorgerður fékk loðin svör frá Svandísi um hækkun veiðigjalda Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kvað sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag og vildi knýja fram afstöðu ráðherra sjávarútvegsmála, Svandísar Svavarsdóttur, til hækkunar veiðigjalda. 21. febrúar 2022 16:20