NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Luka-laust Dallas gætið endað í um­spili

Oklahoma City Thunder lagði Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Dallas – líkt og Phoenix Suns – eru við það að falla niður í umspilssæti Vesturdeildar ef Los Angeles Lakers og Golden State Warriors girða sig í brók.

Körfubolti
Fréttamynd

Klaufa­legar staf­setningar­villur á Kobe-styttunni

Los Angeles Lakers heiðraði Kobe Bryant heitinn í síðasta mánuði með því að afhjúpa styttu af honum í treyju númer átta er hann gekk af velli eftir að skora 81 stig gegn Toronto Raptors árið 2006. Neðst á styttunni má finna stigayfirlit frá þessum fræga leik en þar má því miður finna nokkrar heldur klaufalegar stafsetningarvillur.

Körfubolti
Fréttamynd

Franska undrið í sögu­bækurnar

Franski nýliðinn Victor Wembanyama heldur áfram að slá í gegn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta. Í nótt afrekaði hann nokkuð sem enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur afrekað.

Körfubolti
Fréttamynd

Segir Guar­diola besta þjálfara heims

Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, er mikill knattspyrnuaðdáandi en hann horfir mikið upp til Pep Guardiola og nýtir sér hugmyndafræði Spánverjans þó svo að lið hans spili í NBA-deildinni í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Ó­stöðvandi Celtics unnu áttunda leikinn í röð

Boston Celtics unnu áttunda leik sinn í röð, 116-102 gegn New York Knicks. Paulo Banchero tryggði Orlando Magic sigur með villuskoti þegar innan við sekúnda var eftir og Kevin Durant varð níundi stigahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar. 

Körfubolti
Fréttamynd

Um­mæli Kenny Smith fóru öfugt ofan í marga

Kenny Smith virðist hafa tekist að ýfa nánast hverja einustu fjöður á bandarísku þjóðarsálinni þegar hann lét dæluna ganga í lýsingu TNT sjónvarpsstöðvarinnar eftir að þriggjastiga einvígi Steph Curry og Sabrina Ionescu.

Körfubolti