Körfubolti

Gríðar­leg fagnaðar­læti í Boston eftir sigur Celtics

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var fagnað vel og innilega.
Það var fagnað vel og innilega. Celal Gunes/Getty Images

Strákarnir í Körfuboltakvöldi eru eins og áður hefur komið fram í Boston þar sem heimamenn í Celtics gátu tryggt sér sigur í NBA-deildinni í körfubolta. Það gekk eftir og voru fagnaðarlætin gríðarleg í borginni. Má segja að þau hafi verið á mörkunum að fara yfir strikið.

Boston Celtics varð NBA-meistari eftir sannfærandi sigur á Dallas Mavericks í nótt, vann Celtics einvígið 4-1 og er án alls efa besta lið deildarinnar í dag. 

Liðið varð síðast meistari árið 2008 og borgin því beðið í dágóða stund eftir næsta titli. Það má segja að fagnaðarlæti borgarbúa hafi verið eftir því en hér að neðan má sjá hluta af stemningunni. Hún var um tíma á mörkunum við að fara yfir strikið.

Klippa: Körfuboltakvöld í Boston: Dagur 3

Tengdar fréttir

Sverð­fiskur í Boston og Andri Már fer á leik næturinnar

Strákarnir í Körfuboltakvöldi ákváðu að gera sér glaðan dag og skella sér til Boston þar sem heimamenn í Celtics gætu tryggt sér sigur í NBA-deildinni í körfubolta. Það hefur gengið á ýmsu í ferð drengjanna en hér að ofan má sjá það helsta frá degi tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×