Tina ætlar að heiðra Magic og spila í númer 32 Ein frægasta og virtasta körfuboltakona heims, bandaríski framherjinn Tina Thompson, mun leika með Los Angeles Sparks á næsta tímabili. Körfubolti 14. mars 2009 22:45
Wade skoraði fimmtíu stig í þríframlengdum leik Dwyane Wade átti enn einn stórleikinn fyrir Miami Heat í kvöld þegar liðið vann 140-129 sigur á Utah í þríframlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 14. mars 2009 22:00
LeBron James með 51 stig í sigri í framlengingu LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 126-123 útisigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Cleveland vann þar með alla þrjá útileiki sína í ferð sinn á Vesturdeildina og er líka búið að tryggja sér sigur í Mið-deildinni. Körfubolti 14. mars 2009 10:04
Rondo með Boston í kvöld Rajon Rondo, bakvörður hjá Boston Celtics, segir það vera klárt mál að hann spili gegn Memphis Grizzlies í kvöld en Rondo hefur misst af síðustu tveim leikjum vegna ökklameiðsla. Körfubolti 13. mars 2009 20:15
NBA-leikmaður sakaður um kynferðislega árás Kona nokkur í Philadelphia hefur sakað Marko Jaric, leikmann Memphis Grizzlies í NBA-deildinni, um kynferðislega árás. Hið meinta atvik á að hafa átt sér stað þegar Memphis var að spila í Philadelphia. Körfubolti 13. mars 2009 19:45
Þrenna hjá LeBron James þriðja leikinn í röð LeBron James náði tvöfaldri þrennu þriðja leikinn í röð þegar hann var með 34 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst í 119-111 sigri Cleveland Cavaliers á Phoenix Suns í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 13. mars 2009 09:15
Lakers lagði Spurs og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Los Angeles Lakers urðu í nótt fyrsta liðið í Vesturdeildinni til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta þegar liðið vann 102-95 sigur á San Antonio Spurs. Körfubolti 13. mars 2009 08:50
Miami vann Boston og sigurganga Utah er á enda Dwyane Wade skoraði 32 stig og mikilvæga þriggja stiga körfu í lokin í 107-99 sigri Miami Heat á meisturum Boston Celtics í nótt. Miami er í baráttu við Atlanta um fjórða sætið en Atlanta vann Utah í nótt og heldur því enn eins og hálfs leiks forustu á Miami. Körfubolti 12. mars 2009 08:41
LeBron með þrennu annan leikinn í röð LeBron James var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð þegar Cleveland vann Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 11. mars 2009 08:58
Lækkað miðaverð hjá Pistons Handhafar ársmiða hjá Detroit Pistons í NBA deildinni geta átt von á að fá allt að 10% afslátt á miðunum þegar þeir endurnýja þá fyrir næstu leiktíð. Körfubolti 10. mars 2009 16:32
Ferguson: Ég er ekki fullkominn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vill ekki gera of mikið úr þeirri staðreynd að hann hefur aðeins unnið einn sigur í þrettán leikjum gegn Jose Mourinho á ferlinum. Fótbolti 10. mars 2009 16:02
Deron og Dwyane voru bestir í síðustu viku Bakverðirnir Dwyane Wade hjá Miami Heat og Deron Williams hjá Utah Jazz voru valdir bestu leikmenn síðustu viku í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 10. mars 2009 08:58
Wade með enn einn stórleikinn og sigurkörfuna - Lakers tapaði Dwyane Wade tryggði Miami 130-127 sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt þegar hann kórónaði enn einn stórleik sinn með þriggja stiga sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Körfubolti 10. mars 2009 08:47
Barkley laus úr steininum Charles Barkley losnaði úr fangelsi í dag eftir þriggja daga vist í steininum. Fangelsisdóminn fékk hann fyrir að aka drukkinn undir stýri. Körfubolti 9. mars 2009 22:17
Pierce upp fyrir höfðingjann Paul Pierce náði merkum áfanga í nótt þegar hann skoraði 16 stig fyrir Boston í tapi liðsins gegn Orlando í NBA deildinni. Körfubolti 9. mars 2009 19:47
Lengsta sigurganga Utah Jazz í áratug - Boston tapaði Sigurganga Utah Jazz hélt áfram í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann sinn ellefta leik í röð. Meistararnir í Boston Celtics þurftu hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli á móti Orlando Magic. Körfubolti 9. mars 2009 08:57
NBA í nótt: LeBron hafði betur gegn Wade Stórstjörnurnar LeBron James og Dwyane Wade mættust á vellinum í nótt þar sem Cleveland vann sigur á Miami, 99-89, í NBA-deildinni. Körfubolti 8. mars 2009 11:26
NBA í nótt: Boston vann toppslaginn í Austrinu Boston vann í nótt sigur á Cleveland á heimavelli, 105-94, í toppslag Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland er þó enn í toppsætinu þrátt fyrir tapið. Sport 7. mars 2009 11:00
Breyting á Stöð 2 Sport: Boston-Cleveland í nótt Breyting hefur orðið á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. Upprunalega átti að sýna leik Miami og Toronto á miðnætti en af þeirri útsendingu verður ekki. Körfubolti 6. mars 2009 17:24
Leiktíðinni er lokið hjá Stoudemire Framherjinn Amare Stoudemire hjá Phoenix Suns á ekki möguleika á að verða búinn að ná sér af augnmeiðslum sínum áður en úrslitakeppnin í NBA hefst og er því úr leik með liði sínu í vetur. Körfubolti 6. mars 2009 16:44
NBA í nótt: Anthony með 38 stig í sigri Denver Carmelo Anthony fór á kostum í sigri Denver á Portland í NBA-deildinni í nótt, 106-90, eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Körfubolti 6. mars 2009 09:08
NBA í nótt: Cleveland fyrst í úrslitakeppnina Cleveland tryggði sér í nótt fyrst liða í NBA-deildinni sæti í úrslitakeppninni sem hefst í vor. Cleveland vann Milwaukee, 91-73. Körfubolti 5. mars 2009 08:56
Eigandi Dallas hótar að losa sig við leikmenn Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni, lét leikmenn liðsins heyra það í blaðaviðtölum eftir að Dallas tapaði fyrir einu af lélegustu liðum deildarinnar á dögunum. Körfubolti 4. mars 2009 20:55
San Antonio fær Drew Gooden Þrjú lið í NBA deildinni eru nú að fá liðsstyrk fyrir lokaátökin fram á vorið. San Antonio Spurs hefur náð munnlegu samkomulagi við framherjann Drew Gooden um að leika með liðinu út leiktíðina. Körfubolti 4. mars 2009 17:53
NBA í nótt: Orlando vann Phoenix Orlando vann í nótt sigur á Phoenix, 111-99, þar sem Dwight Howard fór mikinn og skoraði 21 stig auk þess sem hann tók átta fráköst. Körfubolti 4. mars 2009 09:00
Wade og Gasol leikmenn mánaðarins Dwyane Wade hjá Miami Heat og Pau Gasol hjá LA Lakers hafa verið útnefndir leikmenn febrúarmánaðar í Austur- og Vesturdeildinni í NBA. Körfubolti 3. mars 2009 13:07
NBA í nótt: Oklahoma City vann Dallas Oklahoma City vann öflugan sigur á Dallas í NBA-deildinni í nótt, 96-87, þó svo að hvorki Kevin Durant né Jeff Green voru með liðinu vegna meiðsla. Körfubolti 3. mars 2009 09:11
Líkir Chris Bosh við dragdrottningu Miðherjinn Shaquille O´Neal átti einn besta leik sinn í mörg ár þegar hann skoraði 45 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix í sigri á Toronto á föstudagskvöldið. Körfubolti 2. mars 2009 16:59
Kidd er fjórði maðurinn til að gefa 10 þúsund stoðsendingar Leikstjórnandinn Jason Kidd hjá Dallas Mavericks í NBA deildinni varð í nótt fjórði maðurinn í sögu deildarinnar til að gefa yfir 10 þúsund stoðsendingar á ferlinum. Körfubolti 2. mars 2009 14:07
NBA í nótt: Shaq vann Kobe Phoenix vann í nótt sigur á LA Lakers, 118-111, þar sem gömlu samherjarnir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant voru í aðalhlutverkum. Körfubolti 2. mars 2009 09:09