Körfubolti

Nú klikkaði þristurinn hjá LeBron

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James og Ben Wallace reyna að stöðva Dwight Howard.
LeBron James og Ben Wallace reyna að stöðva Dwight Howard. Nordic Photos / Getty Images

Orlando vann Cleveland, 116-114, í framlengdum leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar með hefur Orlando tekið 3-1 forystu í einvíginu og þarf bara einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í úrslitunum.

Eini sigur Cleveland í einvíginu til þessa kom í öðrum leik í rimmu liðanna en þá tryggði LeBron James Cleveland sigur með ótrúlegri þriggja stiga flautukörfu.

Nú þurfti að framlengja og var Cleveland tveimur stigum undir þegar 3,2 sekúndur voru til leiksloka. LeBron fékk boltann og reyndi við annan flautuþrist en nú klikkaði það. Orlando fagnaði dýrmætum sigri og getur komist í úrslit með sigri í Cleveland annað kvöld.

Dwight Howard átti stórleik og skoraði tíu af sextán stigum Orlando í framlengingunni. Alls var hann með sautján stig, fjórtán fráköst og nýtti sjö af níu vítaköstum sínum.

Orlando bætti líka félagsmet með því að setja niður sautján þrista í leiknum. Rashard Lewis og Mickael Pietrus voru með sautján stig hvor fyrir liðið.

Lewis setti niður gríðarlegan mikilvægan þrist þegar fjórar sekúndur voru eftir af fjórða leikhlutanum og Cleveland yfir, 98-97. En þegar hálf sekúnda var eftir braut Pietrus á LeBron James sem fór á vítalínuna og nýtti bæði skotin sín - þar með þurfti að framlengja.

Orlando komst sex stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir af framlengingunni. LeBron James náði að minnka muninn í eitt stig með þrist þegar fjórar sekúndur voru eftir en nær komst liðið ekki. James skoraði alls 44 stig í leiknum, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Mo Williams var með átján stig og Delonte West sautján.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×