Körfubolti

Fisher: Besta karfan mín til þessa á ferlinum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Derek Fisher og félagar í La Lakers á góðri stundu.
Derek Fisher og félagar í La Lakers á góðri stundu. Nordic Photos/AFP

Derek Fisher reyndist betri en enginn fyrir LA Lakers á ögurstundu gegn Orlando Magic í nótt og sá til þess að liðið náði að tryggja sér framlengingu þegar hann jafnaði leikinn 87-87 með þriggja stiga körfu þegar 4,6 sekúndur voru eftir í fjórða leikhluta í nótt.

Fisher sá svo um að gera út um leikinn með þriggja stiga körfu þegar 31,3 sekúndur voru eftir af framlengingunni.

„Þetta er örugglega á topp hundrað yfir bestu körfur sem ég hef skorað," djókar Fisher en á þrettán ára löngum keppnisferli sínum státar hann einnig af frægri flautkörfu sem hann skoraði gegn San Antonio Spurs í úrslitakeppninni 2004. Fisher vill þó meina að karfan sem hann skoraði í lok venjulegs leiktíma í nótt hafi verið enn betri.

„Nei, ég meina þessi karfa er á toppnum. Þetta er besta karfan mín til þessa á ferlinum. Jafnvel betri en flautukarfan gegn Spurs tímabilið 2004 vegna þess að núna erum við svo nálægt því að ná lokamarkmiðum okkar," segir Fisher.

LA Lakers leiðir einvígið við Orlando Magic 3-1 og er því aðeins einum leik frá því að tryggja sér sinn fimmtánda NBA meistaratitil.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×