Körfubolti

Lakers komið í þægilega stöðu eftir sigur í framlengdum leik

Ómar Þorgeirsson skrifar
Pau Gasol og Kobe Bryant ræða málin.
Pau Gasol og Kobe Bryant ræða málin. Nordic photos/AFP

Fjórði leikur NBA úrslitanna fór fram síðustu nótt þar sem LA Lakers vann 99-91 sigur gegn Orlando Magic í framlengdum leik í Amway-höllinni í Orlando.

LA Lakers leiðir nú einvígið 3-1 en næsti leikur liðanna er einnig í Orlando á sunnudag.

Kobe Bryant var sem fyrr stigahæstur hjá Lakers með 32 stig en Pau Gasol og Trevor Ariza skoruðu 16 stig hvor. Hjá Margic var Hedo Turkoglu atkvæðamestur með 25 stig og Dwight Howard kom næstur með 16 stig.

Hinn 34 ára gamli bakvörður Derek Fisher hjá Lakers reyndist þó vera maður kvöldsins en hann sá til þess að Lakers komst í framlengingu þegar hann jafnaði leikinn, 87-87, með rándýrri þriggja stiga körfu þegar fimm sekúndum lifðu leiks í fjórða leikhluta.

Fisher var svo aftur á ferðinni í seinni hálfleik framlengingar með þrist sem kom Lakers í fjögurra stiga forystu og kláraði svo gott sem leikinn. Lokatölur urðu sem segir 99-91.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×