Körfubolti

Orlando Magic getur ekki spilað verr

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Dwight Howard með boltann gegn Pau Gasol í fyrsta leiknum.
Dwight Howard með boltann gegn Pau Gasol í fyrsta leiknum. Nordicphotos/GettyImages
Los Angeles Lakers tekur á móti Orlando Magic á miðnætti í kvöld í öðrum leik liðanna um NBA-meistaratitilinn. Lakers vann fyrsta leikinn örugglega með 100 stigum gegn 75 og vita sem er að Orlando getur vart spilað verr en í þeim leik.

„Þetta er rétt að byrja," sagði Pau Gasol, leikmaður Lakers. „Þetta er bara einn leikur. Heimaliðið vann. Ekkert meira en það. Þetta gerist eiginlega alltaf. Það sem gerðist á fimmtudaginn var bara eðlilegt og nú er það leikur númer tvö, annar leikur en vonandi sama sagan," sagði Pau.

„Auðvitað viljum við vinna þann leik líka. Ef við vinnum hann erum við í góðum málum áður en við förum til Orlando," sagði Gasol en næstu þrír leikir fara fram í Flórída.

Lamar Odom segir að Orlando geti ekki spilað verr. „Við búumst við þeim mun betri. En, við munum líka spila betur. Okkur finnst við geta það. Það er nokkrir hlutir sem við sáum á myndböndum sem við vorum ekki ánægðir með. Við búum okkur undir hörkuleik þar sem þeir munu spila betur," sagði Odom.

Leikurinn er á miðnætti annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×