Körfubolti

Mike Brown heldur áfram með Cleveland

Ómar Þorgeirsson skrifar
LeBron James og félagar settu félagsmet með 66 sigrum í NBA deildarkeppninni.
LeBron James og félagar settu félagsmet með 66 sigrum í NBA deildarkeppninni. Nordic photos/Getty images

Sögusagnir um óeiningu innan herbúða NBA liðsins Cleveland Cavaliers fóru víða í dag og þar var meðal annars talað um að þjálfarinn Mike Brown myndi hætta hjá félaginu. Innanbúðarmaður hjá Cleveland hefur nú borið þessar fréttar til baka.

„Allar þessar sögusagnir um Mike Brown eru tómur þvættingur. Hann verður klárlega áfram þjálfari félagsins á næsta keppnistímabili," segir umræddur innanbúðarmaður í viðtali við ESPN.

Cleveland tapaði sem kunnugt er fyrir Orlando Magic í sex leikja rimmu í úrslitum austurdeildar á þessu tímabili en félagið setti nýtt félagsmet þegar það vann 66 af 82 leikjum í deildarkeppni NBA.

Brown varð fyrir vikið valinn þjálfari ársins í NBA deildinni.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×