Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ashley Cole og Nicolas Anelka verða hvíldir á morgun

    Ashley Cole og Nicolas Anelka fóru ekki með Chelsea til Marseille þar sem að liðið mætir heimamönnum í lokaleik riðilakeppni Meistaradeildarinnar á morgun. Leikurinn skiptir ekki miklu máli því það er þegar ljóst að Chelsea-liðið vinnur riðilinn og Marseill fylgir þeim í 16 liða úrslitin.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Koscielny í lagi eftir allt saman en Djourou verður ekki með

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var alltof fljótur á sér að afskrifa Laurent Koscielny eftir heilahristinginn hans um síðustu helgi. Koscielny átti að vera frá fram á nýtt ár en Frakkinn stóðst hinsvegar læknisskoðun í dag og verður því með á móti Partizan Belgrad í Meistaradeildinni á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Leikbann UEFA er verðlaun en ekki refsing

    Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, tjáði sig í dag í fyrsta sinn um leikbannið sem UEFA dæmdi hann í fyrir að skipa tveimur leikmönnum sínum að sækja sér viljandi rauð spjöld í Meistaradeildarleik á móti Ajax á dögunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho fékk eins leiks bann og sex milljónir í sekt

    Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var í kvöld dæmdur í eins leiks bann hjá UEFA fyrir að skipa leikmönnum sínum að fá viljandi rautt spjald í 4-0 sigri Real Madrid á Ajax í Meistaradeildinni á dögunum. Þeir Xabi Alonso og Sergio Ramos fengu báðir sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að tefja leikinn og það var augljóst að eitthvað skrítið var í gangi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þjálfari Cluj rekinn fyrir karate-spark - myndband

    Sorin Cartu, þjálfari CFR Cluj, var í dag rekinn frá félaginu vegna hegðunnar sinnar á Meistaradeildarleik Cluj og Basel í vikunni. Cartu er þekktur fyrir skapbresti sína og reiðiköst en nú gekk þessi 55 ára gamli Rúmeni of langt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fyrirliði FCK: Við verðum að skera hendurnar af Grönkjær

    William Kvist, fyrirliði FC Kaupmannahöfn var ekkert alltof sáttur eftir 1-0 tap liðsins á móti Rubin Kazan í Rússlandi í Meistaradeildinni í gær. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem var dæmd á Jesper Grönkjær fyrir að kýla boltann. Þetta sást ekki fyrr en eftir margar endursýningar en dómarinn var í engum vafa og dæmdi vítið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    FCK tapaði í Rússlandi

    Danska liðinu FCK mistókst að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið tapaði, 0-1, fyrir Rubin Kazan í Rússlandi. FCK er samt enn í öðru sæti fyrir lokaumferðina í riðlinum með stigi meira en Rubin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney: Vil hjálpa þeim ungu eins og Giggsy og Scholesy hjálpuðu mér

    Wayne Rooney hefur ekki aðeins skrifað undir fimm ára samning við Manchester United því hann talar nú um að það spila jafnlengi hjá félaginu eins og Ryan Giggs, Gary Neville og Paul Scholes. Rooney var á leiðinni frá Old Trafford í október en vinnur nú hörðum höndum að því að sanna tryggð sína við félagið á nýjan leik.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Þórir eftirlitsmaður á White Hart Lane í kvöld

    Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Tottenham og Werder Bremen í Meistaradeildinni í kvöld en leikurinn fer fram á heimavelli Tottenham, White Hart Lane. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pantaði Mourinho rauðu spjöldin hjá Ramos og Alonso?

    Samsæriskenningarnar voru fljótar að fara í loftið í gær eftir að spænsku landsliðsmennirnir Xabi Alonso og Sergio Ramos létu báðir reka sig útaf fyrir að tefja leikinn í 4-0 sigri Real Madrid á Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Báðir voru á gulu spjaldi sem hefði kostað þá leikbann í 16 liða úrslitunum ef þeir hefði fengið spjald í lokaleiknum á móti Auxerre, leik sem skiptir Real engu máli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger brjálaður út í fimmta dómarann

    Það sauð á Arsene Wenger, stjóra Arsenal, eftir tapið gegn Braga í Portúgal í kvöld. Wenger hefur áður kennt dómurum um töp en hann bauð upp á nýjan vinkil í kvöld er hann setti tapið á fimmta dómarann.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Allegri: Glaður að vera kominn áfram

    Massimiliano Allegri, þjálfara AC Milan, var létt eftir góðan útisigur, 0-2, á Auxerre. AC Milan mátti alls ekki misstíga sig í leiknum en er komið áfram eftir sigurinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal í vandræðum - ótrúleg endurkoma Roma

    Arsenal er komið með bakið upp við vegginn fræga í Meistaradeildinni eftir óvænt tap, 2-0, fyrir Braga í Portúgal. Arsenal verður að vinna lokaleik sinn í riðlakeppninni til þess að verða öruggt áfram.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Anelka aldrei spilað betur

    Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Nicolas Anelka hafi aldrei spilað betur á ferlinum en einmitt nú. Hann átti ríkan þátt í 4-1 sigri Chelsea á Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Seinna mark Inzaghi var ólöglegt

    José Mourinho, þjálfari Real Madrid, sagði það vera sanngjarnt að sitt lið hefði fengið stig gegn AC Milan í kvöld. Hann var líka á því að seinna mark Inzaghi hefði verið ólöglegt þar sem Inzaghi hefði verið rangstæður.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Allegri: Synd að klára ekki leikinn

    Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, var hundsvekktur að hafa ekki fengið öll stigin gegn Real Madrid í kvöld. Filippo Inzaghi fór langleiðina með að tryggja Milan öll stigin en Pedro Leon jafnaði í uppbótartíma.

    Fótbolti