Fótbolti

Mourinho: Tottenham verður að skora sex mörk til að slá út Real

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
José Mourinho, þjálfari Real Madrid.
José Mourinho, þjálfari Real Madrid. Mynd/Nordic Photos/Getty
„Ég er mjög stoltur af því að við erum enn taplausir í Meistaradeildinni," sagði José Mourinho, þjálfari Real Madrid á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðsins á móti Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid vann fyrri leikinn 4-0 og aðeins stórslys kemur í veg fyrir að liðið komist í undanúrslitin á móti erkifjendum sínum í Barcelona.

„Fótboltinn getur svikið þig og ég þekki vel hugarfar enska stuðningsmanna og enskra liða og veit hvernig andrúmsloftið er á enskum völlunum. Ef ég setti mig í sport Harry þá myndi ég samt gera allt til að fá mína leikmenn til þess að trúa á kraftaverk," sagði Mourinho.

„Við verðum að bera virðingu fyrir mótherjanum og spila þennan leik af alvöru. Ég tel samt að það verði ekki nóg fyrir Tottenham að skora fimm mörk til vinna okkur því við erum að koma hingað til þess að skora," sagði Mourinho.

Fimm leikmenn Real Madrid eru með spjald á bakinu og fara í leikbann ef þeir fá spjald í kvöld. Það er því uppi vangaveltur um að Mourinho hvíli menn í leiknum í kvöld.

„Okkar markmið er að komast áfram hvernig sem við förum af því. Ef við töpum þessum leik 5-2 eða 4-1 þá værum við samt ánægðir því við værum þá komnir inn í undanúrslitin," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×