Fótbolti

Rio með United - Drogba og Torres byrja báðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand er í liði United.
Rio Ferdinand er í liði United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea og Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram á Brúnni á eftir.

Það vekur mesta athygli að Rio Ferdinand er búinn að ná sér af meiðslunum og byrjar í miðri vörn Manchester United og að þeir Didier Drogba og Fernando Torres eru báðir í byrjunarliðinu hjá Chelsea.

Ferguson veðjar líka á að nota Antonio Valencia í staðinn fyrir Nani sem hefur reynst United-liðinu svo vel á þessu tímabili. Javier Hernandez og Park Ji-Sung eru líka í byrjunarliði United en Dimitar Berbatov byrjar hinsvegar á bekknum.

Byrjunarliðin á Brúnni í kvöld:Chelsea: Cech, Bosingwa, Ivanovic, Terry, Cole, Ramires, Essien, Lampard, Zhirkov, Drogba, Torres.

Varamenn: Turnbull, Benayoun, Mikel, Malouda, Ferreira, Kalou, Anelka.



Manchester United: Van der Sar, Rafael Da Silva, Vidic, Ferdinand, Evra, Valencia, Carrick, Giggs, Park, Hernandez, Rooney.

Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Smalling, Nani, Scholes, Evans, Gibson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×