Fótbolti

Tottenham bannar níðsöng um Adebayor

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Emmanuel Adebayor skoraði tvívegis í 4-0 sigri Real Madrid gegn Tottenham. Hér fagnar hann öðru marki sínu.
Emmanuel Adebayor skoraði tvívegis í 4-0 sigri Real Madrid gegn Tottenham. Hér fagnar hann öðru marki sínu. Nordic Photos/Getty Images
Stuðningsmenn Tottenham verða undir ströngu eftirliti á morgun þegar liðið leikur gegn spænska liðinu Real Madrid í síðari leiknum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Tottenham tapaði fyrri leiknum 4-0 og þar skoraði Emmanuel Adebayor fyrrum leikmaður Arsenal tvívegis og það kunnu stuðningsmenn Tottenham ekki að meta.

Adebayor sagði eftir leikinn að stuðninsmenn Tottenham hafi sungið níðsöng um hann sem beindust að uppruna hans og litarhætti. UEFA lítur málið alvarlegum augum og verður sérstaklega fylgst með áhorfendum þegar liðin mætast á morgun á White Hart Lane.

Forráðamenn Tottenham fengu félagasamtökin Kick it sem vinna gegn kynþáttafordómum til þess að fara yfir textann sem sunginn var um Adebayor og þeir ráðlögðu félaginu að banna sönginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×