Enski boltinn

Ferguson flýgur til Þýskalands í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur verið mikið upp í stúku að undanförnu.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur verið mikið upp í stúku að undanförnu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vill ekkert staðfesta það að félagið sé búið að ganga frá kaupum á David de Gea, markverði Atletico Madrid. Edwin van der Sar leggur skóna á hilluna í vor og margir bíða spenntir eftir því hver verði eftirmaður hans í marki félagsins.

Spænski fjölmiðlar skrifuðu um það í gær að United væri búið að ganga frá kaupunum á De Gea. „Samkvæmt frétt í ítalska sjónvarpinu þá átti ég að vera að ganga frá kaupum á tveimur leikmönnum frá Ítalíu í kvöld og þessi frétt á heima með þeim," sagði Sir Alex Ferguson.

„Það eru alltaf einhverjar vangaveltur um hvaða leikmenn við erum að reyna að fá og ég er alltaf að heyra einhver nöfn. Ég get bara ekki staðið í því að svara þessu," sagði Ferguson.

Ferguson flýgur til Þýskalands í dag þar sem hann ætlar að fylgjast með seinni leik Schalke og Inter í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn mætir einmitt United í undanúrslitunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×