Fótbolti

Van Der Sar hljóp 64 metrum meira en Torres

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres,
Fernando Torres, Mynd/Nordic Photos/Getty
Það var ekki nóg með að Fernando Torres tækist ekki að skora í ellefta leiknum í röð í Chelsea-búningnum þá var ákefð hans ekki mikil í leiknum mikilvæga á móti Manchester United í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið.

Þegar tölfræðin er skoðuð yfir hversu mikið leikmenn liðanna hlupu í leiknum kom í ljós að Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, hljóp meira en hann. Carlo Ancelotti tók síðan spænska framherjann útaf í hálfleik og setti inn á Didier Drogba sem stóð sig miklu betur.

Torres hljóp 5.112 kílómetra þessar 45 mínútur sem hann spilaði en Van Der Sar hljóp 5.176 kílómetra eða 64 metrum meira en Torres.

Önnur tölfræði sem lýsir vel slakri frammistöðu Spánverjans, síðan að Cheslea keypti hann á 50 milljónir punda frá Liverpool, er hversu sóknarleikur Chelsea hefur gengið illa með hann innanborðs.

Chelsea hefur aðeins skorað tólf mörk í tólf leikjum sínum að Torres mætti á Brúna en Chelsea-liðið hafði skorað 17 mörk í síðustu 5 leikjunum áður en Torres var keyptur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×