Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

„Verðum að sýna fólki að Úkraína lifir“

Hástökkvarinn Yaroslava Mahuchikh færði Úkraínu einu gullverðlaun þjóðarinnar á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum, í Istanbúl um helgina. Hún tjáði sig um stríðið heima fyrir og mögulega þátttöku Rússa á Ólympíuleikum í viðtali eftir keppni.

Sport
Fréttamynd

Kol­beinn grát­lega ná­lægt því að komast á­fram

Kolbeinn Höður Gunnarsson var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit í 60 metra hlaupi á Evrópumótinu í frjálsíþróttum sem nú fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. Tími hans í dag var rétt undir Íslandsmetinu sem hann setti í janúar á þessu ári og enn nærri tímanum sem hefði komið honum áfram.

Sport
Fréttamynd

„Langar að heiðra minningu Vilhjálms“

Stökkvarinn Daníel Ingi Egilsson sló tólf ára gamalt Íslandsmet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum um helgina, eftir langt hlé frá stökkinu. Hann setur markið hátt í framhaldinu og vill heiðra minningu goðsagnar.

Sport
Fréttamynd

Daníel Ingi sló tólf ára gamalt Íslandsmet

Frjálsíþróttamaðurinn Daníel Ingi Egilsson úr FH náði frábærum árangri á Meistaramóti Íslands þegar hann vann sigur í þrístökki. Daníel bætti tólf ára gamalt Íslandsmet þegar hann stökk 15,49 metra.

Sport
Fréttamynd

Svíar smeykir við að fara á EM

Svo gæti farið að sænskt frjálsíþróttafólk, þar á meðal heimsmethafinn Armand Duplantis, mæti ekki á Evrópumótið sem fram fer eftir mánuð.

Sport