Gott kvöld fyrir Jamaíku í Búdapest og dramatíkin allsráðandi Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 19:56 Danielle Williams var sátt í lok 100 metra grindahlaupsins. Vísir/Getty Nokkuð óvænt úrslit urðu í 100 metra grindahlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í kvöld. Jamaíka nældi í fern verðlaun í keppnum kvöldsins. Keppnin í langstökki réðist á aðeins tveimur sentimetrum. Grikkinn Miltiadis Tentoglou stökk 8,52 metra tryggði sér sigurinn með sínu síðasta stökk upp á 8,52 metra. Fram að því hafði Wayne Pinnick frá Jamaíka verið í forystunni en hann stökk 8,50 strax í annarri umferð. Landi hans Tajay Gayle nældi í bronsið með sínu besta stökki á tímabilinu þegar hann stökk 8,27 metra. Með sigrinum hefur Tentoglou nú orðið heims-, Evrópu og Ólympíumeistari. Fyrsti heimsmeistaratitill kvöldsins er í húsi og það var dramatík í langstökki karla. Ólympíumeistarinn Militadis Tengoglu frá Grikklandi tryggði sér titilinn með þessu síðasta stökki sínu pic.twitter.com/9V6GKPLl8j— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Camryn Rogers náði í gull fyrir Kanada í sleggjukasti kvenna. Hún kastaði lengst 77,22 metra en Janee´ Kassanavoid frá Bandaríkjunum varð önnur með 76,26 metra og DeAnna Price, einnig frá Bandaríkjunum, náði bronsinu þegar hún kastaði 75,41 metra í næst síðustu umferðinni. Danielle Williams kom nokkuð á óvart þegar hún tryggði sér gullverðlaun í 100 metra grindahlaupi. Hún var ríkjandi heimsmeistari en flestir áttu von á að Jasmine Camacho-Quinn frá Púertó Ríkó eða Kendra Harrison frá Bandaríkjunum myndu berjast um gullið. Þær réðu hins vegar ekki við Williams þó ekki hefði munað miklu. ÉG ÁTTI EKKI VON Á ÞESSU - AF ANNARRI BRAUTINNI Það verður ekki mikið naumara en einn hundraðasti úr sekúndu. Danielle Williams frá Jamaíku Tók gullið í 100 metra grindahlaupi kvenna pic.twitter.com/kCkGJCs6XT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Williams kom í mark á 12,43, Camacho-Quinn hljóð á 12,44 og Harrison á 12,46. Ótrúleg spenna og Williams fagnaði vel þegar úrslitin voru ljós. Matthew Hudson-Smith virtist ætla að tryggja sér gullverðlaun í 400 metra hlaupi karla. Antonio Watson frá Jamaíka komst hins vegar fram úr Hudson-Smith á lokametrunum og tryggði sér gullið á tímanum 44,22. Hudson-Smith fékk silfrið á tímanum 44,31 sekúnda og Quincy Hall hljóp á 44,37 sem er hans besti tími og það dugði til að fá bronsið. Þessi endasprettur hjá Antonio Watson í 400 metra hlaupi karla er svakalegur og það er annað gull til Jamaíku pic.twitter.com/eOp9yZoXf4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Í lokagrein kvöldsins vann hin hollenska Femke Bol öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi kvenna. Sigurinn var eflaust sætur fyrir Bol sem datt undir lok 4x400 metra blandaðs boðhlaups og Holland missti þá af gullinu. Shamier Little frá Bandaríkjunum varð önnur á tímanum 52,80 sekúndur og Rushell Clayton þriðja en hún kom í mark einum hundraðasta á eftir Little. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Keppnin í langstökki réðist á aðeins tveimur sentimetrum. Grikkinn Miltiadis Tentoglou stökk 8,52 metra tryggði sér sigurinn með sínu síðasta stökk upp á 8,52 metra. Fram að því hafði Wayne Pinnick frá Jamaíka verið í forystunni en hann stökk 8,50 strax í annarri umferð. Landi hans Tajay Gayle nældi í bronsið með sínu besta stökki á tímabilinu þegar hann stökk 8,27 metra. Með sigrinum hefur Tentoglou nú orðið heims-, Evrópu og Ólympíumeistari. Fyrsti heimsmeistaratitill kvöldsins er í húsi og það var dramatík í langstökki karla. Ólympíumeistarinn Militadis Tengoglu frá Grikklandi tryggði sér titilinn með þessu síðasta stökki sínu pic.twitter.com/9V6GKPLl8j— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Camryn Rogers náði í gull fyrir Kanada í sleggjukasti kvenna. Hún kastaði lengst 77,22 metra en Janee´ Kassanavoid frá Bandaríkjunum varð önnur með 76,26 metra og DeAnna Price, einnig frá Bandaríkjunum, náði bronsinu þegar hún kastaði 75,41 metra í næst síðustu umferðinni. Danielle Williams kom nokkuð á óvart þegar hún tryggði sér gullverðlaun í 100 metra grindahlaupi. Hún var ríkjandi heimsmeistari en flestir áttu von á að Jasmine Camacho-Quinn frá Púertó Ríkó eða Kendra Harrison frá Bandaríkjunum myndu berjast um gullið. Þær réðu hins vegar ekki við Williams þó ekki hefði munað miklu. ÉG ÁTTI EKKI VON Á ÞESSU - AF ANNARRI BRAUTINNI Það verður ekki mikið naumara en einn hundraðasti úr sekúndu. Danielle Williams frá Jamaíku Tók gullið í 100 metra grindahlaupi kvenna pic.twitter.com/kCkGJCs6XT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Williams kom í mark á 12,43, Camacho-Quinn hljóð á 12,44 og Harrison á 12,46. Ótrúleg spenna og Williams fagnaði vel þegar úrslitin voru ljós. Matthew Hudson-Smith virtist ætla að tryggja sér gullverðlaun í 400 metra hlaupi karla. Antonio Watson frá Jamaíka komst hins vegar fram úr Hudson-Smith á lokametrunum og tryggði sér gullið á tímanum 44,22. Hudson-Smith fékk silfrið á tímanum 44,31 sekúnda og Quincy Hall hljóp á 44,37 sem er hans besti tími og það dugði til að fá bronsið. Þessi endasprettur hjá Antonio Watson í 400 metra hlaupi karla er svakalegur og það er annað gull til Jamaíku pic.twitter.com/eOp9yZoXf4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Í lokagrein kvöldsins vann hin hollenska Femke Bol öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi kvenna. Sigurinn var eflaust sætur fyrir Bol sem datt undir lok 4x400 metra blandaðs boðhlaups og Holland missti þá af gullinu. Shamier Little frá Bandaríkjunum varð önnur á tímanum 52,80 sekúndur og Rushell Clayton þriðja en hún kom í mark einum hundraðasta á eftir Little.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira