6,6 milljarða dala högg vegna 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða 4,9 milljarða bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 MAX-þotanna. Viðskipti erlent 19. júlí 2019 07:03
Skipt um gírkassa og snúningsmótor í þyrlu Landhelgisgæslunnar Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda. Innlent 18. júlí 2019 18:30
Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Viðskipti innlent 18. júlí 2019 11:04
Boeing styrkir um 12 milljarða Bandaríski flugvélarisinn Boeing ætlar að nýta að minnsta kosti helminginn af sjóði sínum fyrir fórnarlömb flugslysa tveggja Boeing 737 MAX-véla til þess að styðja fjölskyldur þeirra sem létust. Viðskipti erlent 18. júlí 2019 06:00
Dreymir börnin halda grátandi í móður sína á meðan flugvélin hrapar Kanadamaður, hvers fjölskylda fórst þegar farþegaþota af gerðinni Boeing 737 Max hrapaði í Eþíópíu í mars, segist sakna fjölskyldu sinnar hvern einasta dag. Erlent 17. júlí 2019 23:15
Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. Viðskipti innlent 17. júlí 2019 18:45
Isavia kærir til Landsréttar Isavia hefur kært niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli ALC gegn fyrirtækinu til Landsréttar. Viðskipti innlent 17. júlí 2019 15:41
Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Viðskipti innlent 17. júlí 2019 10:26
Berjaya greiðir um sjö milljarða fyrir hlutinn Kaupverð Berjaya á 75 prósentum hlutafjár í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum nam tæpum sjö milljörðum. Endurfjármagnar skuldir keðjunnar með allt að níu milljarða láni. Telur að markaður fyrir lúxushótel muni stækka. Viðskipti innlent 17. júlí 2019 06:00
Telja sig hafa skipuleggjanda innflutningsins: „Ég minnist þess ekki að hafa séð annað eins magn og styrkleika af kókaíni“ Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. Innlent 16. júlí 2019 18:39
Þrír í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað tveimur kílóum af kristölluðu metamfetamíni Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að mögulega séu merki um að neysla metamfetamíns sé að færast í vöxt en fíkniefnið er eitt það skaðlegasta sem er í umferð. Innlent 16. júlí 2019 18:30
Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. Viðskipti innlent 16. júlí 2019 12:00
Safnar fyrir málsókn vegna flugslyss föður Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá. Innlent 16. júlí 2019 06:00
Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. Viðskipti innlent 15. júlí 2019 19:00
39 farþegar Icelandair komust ekki með frá Manchester 39 farþegar Icelandair sem áttu bókað flug með félaginu frá Manchester í dag komust ekki með þegar flugið fór frá Bretlandi þar sem ekki var pláss fyrir þá í vélinni. Innlent 15. júlí 2019 16:15
Forsvarsmenn WAB air búnir að sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn fyrirtækisins WAB Air eru búnir að sækja um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Viðskipti innlent 15. júlí 2019 15:15
Forstjóri Lufthansa gagnrýnir hræódýra flugmiða Forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa gagnrýnir keppinauta sína fyrir óábyrga verðlagningu flugsæta. Viðskipti erlent 15. júlí 2019 12:15
Kaupendurnir sett sig í samband við einhverja af lykilstarfsmönnum WOW air Undirbúningur stendur yfir fyrir formleg fundarhöld með Samgöngustofu og Isavia seinna í vikunni að sögn lögmanns bandaríska fyrirtækisins sem hyggst endurvekja WOW air. Viðskipti innlent 15. júlí 2019 12:00
Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. Erlent 14. júlí 2019 21:26
Emirates segist ekki á leiðinni til Íslands Talsmaður Emirates, ríkisflugfélagsins í Dúbaí, segir flugfélagið ekki hyggja á beint flug til Íslands. Hann hafnar þar með frétt Viðskiptamoggans frá því í síðustu viku, þar sem sagt var frá því að Emirates væri að þreifa fyrir sér hér á landi. Viðskipti innlent 14. júlí 2019 13:43
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. Viðskipti innlent 14. júlí 2019 13:34
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. Viðskipti erlent 14. júlí 2019 10:45
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. Viðskipti innlent 13. júlí 2019 19:06
Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. Viðskipti innlent 13. júlí 2019 13:00
Neyðarstig virkjað á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar með bilaðan lendingarbúnað Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar United Airlines sem var að koma inn til lendingar upp úr klukkan átta í morgun. Innlent 13. júlí 2019 08:54
Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. Viðskipti erlent 13. júlí 2019 08:00
Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. Viðskipti innlent 12. júlí 2019 18:30
Erlendum ferðamönnum fækkað um 19,2 prósent eftir gjaldþrot WOW air 105 þúsund færri erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Innlent 12. júlí 2019 12:52
Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. Viðskipti innlent 12. júlí 2019 12:15
Farþegarnir hófust á loft þegar þota lenti í heiðkviku Níu eru sagðir mikið slasaðir eftir að kanadísk farþegaþota lenti í mikilli og skyndilegri ókyrrð á leið yfir Kyrrahafið. Erlent 12. júlí 2019 07:24