Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

100 ára flugsaga Íslands

Þann 3. september árið 1919 hóf fyrsta flugvélin sig til lofts á Íslandi og gerðist það í Vatnsmýrinni. Flugmálafélagið, Þristavinafélagið og Isavia hafa minnst þessara tímamóta en fjölmenni var á hinum árlega flugdegi.

Lífið
Fréttamynd

Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Harma mis­skilning við landa­mæra­eftir­lit

Ari Edwald, forstjóri MS, vakti athygli á því í færslu á Facebook-síðu sinni í gær að tveimur börnum hans sem eru 7 ára og 13 ára hafi verið meinað að fara í gegnum landamærahlið fyrir borgara EES, ESB og Sviss.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir mótmæltu flugbanni Rússa

Þúsundir mótmælenda komu saman þriðja daginn í röð í Tblisi, höfuðborg Georgíu, til þess að mótmæla afskiptum Rússa af málefnum Georgíu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti á föstudag að búið væri að aflýsa öllum flugferðum frá Rússlandi til Georgíu sem er vinsæll áfangastaður rússneskra ferðamanna.

Erlent
Fréttamynd

WOW-hjólin keypt úr þrotabúinu og viðræður um nýja hjólaleigu

Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar.

Innlent
Fréttamynd

Biskupsstofa flytur í gamla húsnæði WOW air

Biskupsstofa hefur tekið á leigu 3. hæð að Katrínartúni 4 á Höfðatorgi í Reykjavík og mun flytja þangað úr Kirkjuhúsinu að Laugavegi 31, að því er fram kemur í tilkynningu á vef þjóðkirkjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Mjaldrarnir rólegir eftir smá stress í byrjun

Þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur í dag, segir Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður Cargolux. Brynjar fékk það sérstaka verkefni að fljúga flugvél Cargolux frá Shanghai til Íslands.

Innlent