Stálu fartölvum og farangri af flugmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 09:15 Basehótel er á gamla varnarsvæðinu. Skjáskot/VF Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir nytjastuld, eignaspjöll, innbrot og þjófnað í Reykjanesbæ. Í ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum er hann sagður hafa framið brot sín á tveggja daga tímabili í lok mars 2017. Maðurinn er til að mynda sagður, við þriðja mann, hafa lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í farangursgeymslu flugmanna á Base hótel í Reykjanesbæ. Mennirnir eiga að hafa komist inn í geymsluna með stolnum lyklakortum sem ákærði maðurinn hafði haldið eftir í heimildarleysi eftir að hann lét af störfum hjá Base hótel. Hann á síðan að hafa látið hina mennina tvo fá kortin og upplýst þá um hvaða verðmæti væri að finna í farangursgeymslunni. Mennirnir eiga að hafa farið inn í farangursgeymsluna á meðan sá ákærði beið fyrir utan og tekið þaðan ófrjálsri hendi fjórar ferðatöskur flugmanna, með ýmsum fatnaði, skóbúnaði, tvær fartölvur, þrjá farsíma og öðrum verðmætum innbyrðis, og horfið síðan á brott. Auk innbrotsins er þeim ákærða gert að sök að hafa stolið bifhjóli þar sem að það stóð við stigagang fyrir utan Bogarbraut í Reykjanesbæ. Hann á að hafa komið hjólinu í gang án lykla og keyrt það í viku áður en hann skildi hjólið eftir á víðavangi. Hjólið á að hafa rispast og beyglast „auk þess sem að ákærði braut hlífar og bensínlok hennar þannig að talsvert tjón hlaust af,“ eins og það er orðað í ákærunni. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttir af flugi Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir nytjastuld, eignaspjöll, innbrot og þjófnað í Reykjanesbæ. Í ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum er hann sagður hafa framið brot sín á tveggja daga tímabili í lok mars 2017. Maðurinn er til að mynda sagður, við þriðja mann, hafa lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í farangursgeymslu flugmanna á Base hótel í Reykjanesbæ. Mennirnir eiga að hafa komist inn í geymsluna með stolnum lyklakortum sem ákærði maðurinn hafði haldið eftir í heimildarleysi eftir að hann lét af störfum hjá Base hótel. Hann á síðan að hafa látið hina mennina tvo fá kortin og upplýst þá um hvaða verðmæti væri að finna í farangursgeymslunni. Mennirnir eiga að hafa farið inn í farangursgeymsluna á meðan sá ákærði beið fyrir utan og tekið þaðan ófrjálsri hendi fjórar ferðatöskur flugmanna, með ýmsum fatnaði, skóbúnaði, tvær fartölvur, þrjá farsíma og öðrum verðmætum innbyrðis, og horfið síðan á brott. Auk innbrotsins er þeim ákærða gert að sök að hafa stolið bifhjóli þar sem að það stóð við stigagang fyrir utan Bogarbraut í Reykjanesbæ. Hann á að hafa komið hjólinu í gang án lykla og keyrt það í viku áður en hann skildi hjólið eftir á víðavangi. Hjólið á að hafa rispast og beyglast „auk þess sem að ákærði braut hlífar og bensínlok hennar þannig að talsvert tjón hlaust af,“ eins og það er orðað í ákærunni. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.
Fréttir af flugi Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira