Innlent

Varð­stjóri leystur undan vinnu­skyldu vegna gruns um njósnir

Jón Þór Stefánsson skrifar
Varðstjórinn starfar í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Varðstjórinn starfar í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans.

Greint er frá þessu í Speglinum á Rás 1, en fjallað verður nánar um málið í Kveik á Rúv í kvöld.

Hann er grunaður um að taka þátt í leynilegum njósnaaðgerðum þar sem setið var um fólk, það elt, og ferðir þess skrásettar.

Þessar aðgerðir eiga að hafa átt sér stað haustið 2012 og kostað tugi milljónir króna. Þær eiga að hafa verið framkvæmdar af fyrirtæki sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stofnuðu, en þeir hafi fengið áðurnefndan varðstjóra til starfa hjá sér.

Varðstjórinn er sagður hafa verið leystur undan vinnuskyldu í gær þegar Kveikur óskaði viðbragða frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×