Ólíklegt að Sjálfstæðismönnum verði að ósk sinni um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2019 20:30 Ólíklegt er að til einkavæðingar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar komi á þessu kjörtímabili þrátt fyrir áhuga Sjálfstæðismanna vegna andstöðu innan hinna stjórnarflokkanna. Tekjur flugstöðvarinnar hafa rúmlega þrefaldast á síðustu sjö árum og myndu færa nýjum eigendum tugi milljarða í árstekjur í framtíðinni. Innan Sjálfstæðisflokksins er áhugi á að selja hluta flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli eða flugstöðina alla, sem í raun þýðir sölu á flugvellinum því hann verður illa skilinn frá starfsemi flugstöðvarinnar. Tekjur flugstöðvarinnar, sem í dag er opinbert hlutafélag, hafa aukist gífurlega á undanförnum sjö árum. Heildartekjurnar voru 6,9 milljarðar árið 2011 en í fyrra höfðu þær rúmlega þrefaldast þegar þær voru rúmir 23 milljarðar. Það er því eftir töluverðu að sækjast fyrir einkaaðila með kaupum á flugstöðinni.Heildartekjur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2011 til 2018.Er þetta eitthvað sem Vinstri græn munu samþykkja á meðan þeir eru í ríkisstjórn? „Það get ég ekki séð. Það þarf engan að undra að það sé ólík áhersla á milli þessara tveggja stjórnarflokka í svona málum,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Enda væri þá verið að færa einokunarfyrirtæki í hendur einkaaðila þar sem öðrum sambærilegum flugvöllum væri ekki til að dreifa á landinu. Á sama tímabili eykst afkoman fyrir fjármagnsliði og skatta úr rúmum tveimur milljörðum í tæpa sjö. Með fjölgun ferðamanna hefur þurft að stækka flugstöðina hratt og bæta ýmsa aðstöðu.Afkoma flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir fjármagnsliði og skatta á árunum 2011 til 2018.Þannig var framkvæmt fyrir aðeins 506 milljónir árið 2011, mest fyrir rúma 13 milljarða árið 2017 og um tæpa 5,3 milljarða í fyrra. Áætlanir gera síðan ráð uppbyggingu fyrir tugi milljarða á næstu árum. Rekstur flugvallarins og þar með flugstöðvarinnar hefur staðið undir framkvæmdunum og lánum vegna þeirra án þess að ríkissjóður þyrfti að veita ríkisábyrgð fyrir lánunum. Í framtíðinni mun flugvöllurinn tryggja eigendum sínum tugi milljarða í tekjur á hverju ári og ef flugvöllurinn yrði einkavæddur tæki ekki mörg ár að fá kaupverðið til baka. Þar með yrði einokunarfyrirtæki komiðí hendur einkaaðila, að hluta eða öllu leyti. „Þetta er gátt inn, þrátt fyrir að það séu einhverjar hafnir, þá er þetta gáttin inn í landið. Að ætla að selja hana einkaaðilum er pilsfaldakapitalismi sem mér hugnast ekki,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé.Fjárfestingar í flugstöðinni frá árinu 2011 til 2018. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Ólíklegt er að til einkavæðingar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar komi á þessu kjörtímabili þrátt fyrir áhuga Sjálfstæðismanna vegna andstöðu innan hinna stjórnarflokkanna. Tekjur flugstöðvarinnar hafa rúmlega þrefaldast á síðustu sjö árum og myndu færa nýjum eigendum tugi milljarða í árstekjur í framtíðinni. Innan Sjálfstæðisflokksins er áhugi á að selja hluta flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli eða flugstöðina alla, sem í raun þýðir sölu á flugvellinum því hann verður illa skilinn frá starfsemi flugstöðvarinnar. Tekjur flugstöðvarinnar, sem í dag er opinbert hlutafélag, hafa aukist gífurlega á undanförnum sjö árum. Heildartekjurnar voru 6,9 milljarðar árið 2011 en í fyrra höfðu þær rúmlega þrefaldast þegar þær voru rúmir 23 milljarðar. Það er því eftir töluverðu að sækjast fyrir einkaaðila með kaupum á flugstöðinni.Heildartekjur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2011 til 2018.Er þetta eitthvað sem Vinstri græn munu samþykkja á meðan þeir eru í ríkisstjórn? „Það get ég ekki séð. Það þarf engan að undra að það sé ólík áhersla á milli þessara tveggja stjórnarflokka í svona málum,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Enda væri þá verið að færa einokunarfyrirtæki í hendur einkaaðila þar sem öðrum sambærilegum flugvöllum væri ekki til að dreifa á landinu. Á sama tímabili eykst afkoman fyrir fjármagnsliði og skatta úr rúmum tveimur milljörðum í tæpa sjö. Með fjölgun ferðamanna hefur þurft að stækka flugstöðina hratt og bæta ýmsa aðstöðu.Afkoma flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir fjármagnsliði og skatta á árunum 2011 til 2018.Þannig var framkvæmt fyrir aðeins 506 milljónir árið 2011, mest fyrir rúma 13 milljarða árið 2017 og um tæpa 5,3 milljarða í fyrra. Áætlanir gera síðan ráð uppbyggingu fyrir tugi milljarða á næstu árum. Rekstur flugvallarins og þar með flugstöðvarinnar hefur staðið undir framkvæmdunum og lánum vegna þeirra án þess að ríkissjóður þyrfti að veita ríkisábyrgð fyrir lánunum. Í framtíðinni mun flugvöllurinn tryggja eigendum sínum tugi milljarða í tekjur á hverju ári og ef flugvöllurinn yrði einkavæddur tæki ekki mörg ár að fá kaupverðið til baka. Þar með yrði einokunarfyrirtæki komiðí hendur einkaaðila, að hluta eða öllu leyti. „Þetta er gátt inn, þrátt fyrir að það séu einhverjar hafnir, þá er þetta gáttin inn í landið. Að ætla að selja hana einkaaðilum er pilsfaldakapitalismi sem mér hugnast ekki,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé.Fjárfestingar í flugstöðinni frá árinu 2011 til 2018.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira