Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 10:21 Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum aukist nú helmingi hraðar en Alþjóðaflugmálastofnunin gerði ráð fyrir. Spár Sameinuðu þjóðanna gerðu þegar ráð fyrir að losun frá flugi þrefaldaðist fyrir miðja öldina. Flugsamgöngur valda um 2,5% af heildarlosun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Alþjóðaflugmálastofnunin spáði því að losun frá flugvélum næði um 900 milljónum tonna í fyrra og hún þrefaldaðist fyrir árið 2050. Aukningin er drifin áfram af miklum vexti í flugsamgöngum á heimsvísu, mikilli fjölgun lágfargjaldaflugfélaga og ferðaþjónustu fyrir vaxandi miðstétt. Ný rannsókn Alþjóðaráðsins um hreinar samgöngur þar sem hátt í fjörutíu milljónir flugferða um allan heim í fyrra voru greindar bendir til þess að losun frá flugi aukist ennþá hraðar en þessar spár gerðu ráð fyrir. Brandon Graver, aðalhöfundur rannsóknar, segir New York Times að aukin eftirspurn eftir flugferðum eyði út ávinningi af því að flugfélög hafi náð vaxandi eldsneytnissparneytni. „Loftslagsáskorunin fyrir fluggeirann er verri en nokkurn grunaði,“ segir hann. Niðurstöður hans benda til þess að flugferðir frá bandarískum flugvöllum losi nærri því fjórðung alls koltvísýrings sem losaður er í farþegaflugi í heiminum. Þar á eftir kemur Kína, Bretland, Japan og Þýskaland. Þróunarríki þar sem helmingur mannkyns býr stóðu fyrir um tíu prósentum af losun á heimsvísu. Losun frá flugi hefur verið utan við Parísarsamkomulagið. Samkvæmt samkomulagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ætla flugfélög að byrja að kolefnisjafna losun sína sjálfviljug frá og með næsta ári. Búist er við mótmæltum í Montreal í næstu viku þegar eftirlitsstofnanir með flugmálum funda þar. Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum aukist nú helmingi hraðar en Alþjóðaflugmálastofnunin gerði ráð fyrir. Spár Sameinuðu þjóðanna gerðu þegar ráð fyrir að losun frá flugi þrefaldaðist fyrir miðja öldina. Flugsamgöngur valda um 2,5% af heildarlosun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Alþjóðaflugmálastofnunin spáði því að losun frá flugvélum næði um 900 milljónum tonna í fyrra og hún þrefaldaðist fyrir árið 2050. Aukningin er drifin áfram af miklum vexti í flugsamgöngum á heimsvísu, mikilli fjölgun lágfargjaldaflugfélaga og ferðaþjónustu fyrir vaxandi miðstétt. Ný rannsókn Alþjóðaráðsins um hreinar samgöngur þar sem hátt í fjörutíu milljónir flugferða um allan heim í fyrra voru greindar bendir til þess að losun frá flugi aukist ennþá hraðar en þessar spár gerðu ráð fyrir. Brandon Graver, aðalhöfundur rannsóknar, segir New York Times að aukin eftirspurn eftir flugferðum eyði út ávinningi af því að flugfélög hafi náð vaxandi eldsneytnissparneytni. „Loftslagsáskorunin fyrir fluggeirann er verri en nokkurn grunaði,“ segir hann. Niðurstöður hans benda til þess að flugferðir frá bandarískum flugvöllum losi nærri því fjórðung alls koltvísýrings sem losaður er í farþegaflugi í heiminum. Þar á eftir kemur Kína, Bretland, Japan og Þýskaland. Þróunarríki þar sem helmingur mannkyns býr stóðu fyrir um tíu prósentum af losun á heimsvísu. Losun frá flugi hefur verið utan við Parísarsamkomulagið. Samkvæmt samkomulagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ætla flugfélög að byrja að kolefnisjafna losun sína sjálfviljug frá og með næsta ári. Búist er við mótmæltum í Montreal í næstu viku þegar eftirlitsstofnanir með flugmálum funda þar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira