Ballarin greiddi 50 milljónir fyrir WOW eignirnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 16:31 Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Þetta hefur Vísir fengið staðfest. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra WOW air, vildi ekki tjá sig um upphæðina þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann staðfesti þó að Ballarin væri búin að standa við sinn hluta kaupsamningsins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. Ballarin greindi sjálf frá því á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins að búið væri að tryggja 85 milljónir bandaríkjadala, um 10 milljarða króna, til rekstursins.Alls bárust 5964 kröfur í þrotabú WOW air fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Kröfurnar námu alls rúmlega 138 milljörðum króna. Ekki var tekið tillit til almennra krafna vegna þess hversu háar forgangskröfurnar voru, eins og launakröfur frá starfsmönnum flugfélagsins.Vefsíðan fljótlega í loftið Unnið er að því að standsetja vefsíðu hins nýja WOW air þannig að hægt verði að bóka flug með hinu endurreista flugfélagi, sem stefnir enn á jómfrúarflug í næsta mánuði. Ballarin segir sjálf í samtali við Washington Post að prófanir á vefsíðunni hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Því sé ekki loku fyrir það skotið að vefsíðan verði komin í gagnið í lok vikunnar. Nýja WOW air hefur ekki enn orðið sér úti um flugrekstrarleyfi en Ballarin segir að fyrst verði sótt um leyfi í Bandaríkjum en síðan á Íslandi þegar fram líða stundir. Flugfélagið verði staðsett á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Talsmenn Isavia og Dulles-flugvallar segja WOW air þó ekki hafa orðið sér úti um lendingartíma fyrir jómfrúarflugið, sem tilkynnt hefur verið að verði milli Keflavíkur og Washington. Af þeim sökum, auk annarra, vilja greinendur sem Washington Post ræðir við stíga varlega til jarðar þegar endurreista flugfélagið er annars vegar. Flugmálasérfræðingurinn Robert Mann, aðspurður um hvort neytendur geti treyst nýja WOW air, segir óþarft að ana að neinu. „Bíðið eftir að það hefur verið endurreist og ákveðið ykkur svo. Það liggur ekkert á.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Þetta hefur Vísir fengið staðfest. Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra WOW air, vildi ekki tjá sig um upphæðina þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann staðfesti þó að Ballarin væri búin að standa við sinn hluta kaupsamningsins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. Ballarin greindi sjálf frá því á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins að búið væri að tryggja 85 milljónir bandaríkjadala, um 10 milljarða króna, til rekstursins.Alls bárust 5964 kröfur í þrotabú WOW air fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. Kröfurnar námu alls rúmlega 138 milljörðum króna. Ekki var tekið tillit til almennra krafna vegna þess hversu háar forgangskröfurnar voru, eins og launakröfur frá starfsmönnum flugfélagsins.Vefsíðan fljótlega í loftið Unnið er að því að standsetja vefsíðu hins nýja WOW air þannig að hægt verði að bóka flug með hinu endurreista flugfélagi, sem stefnir enn á jómfrúarflug í næsta mánuði. Ballarin segir sjálf í samtali við Washington Post að prófanir á vefsíðunni hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Því sé ekki loku fyrir það skotið að vefsíðan verði komin í gagnið í lok vikunnar. Nýja WOW air hefur ekki enn orðið sér úti um flugrekstrarleyfi en Ballarin segir að fyrst verði sótt um leyfi í Bandaríkjum en síðan á Íslandi þegar fram líða stundir. Flugfélagið verði staðsett á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Talsmenn Isavia og Dulles-flugvallar segja WOW air þó ekki hafa orðið sér úti um lendingartíma fyrir jómfrúarflugið, sem tilkynnt hefur verið að verði milli Keflavíkur og Washington. Af þeim sökum, auk annarra, vilja greinendur sem Washington Post ræðir við stíga varlega til jarðar þegar endurreista flugfélagið er annars vegar. Flugmálasérfræðingurinn Robert Mann, aðspurður um hvort neytendur geti treyst nýja WOW air, segir óþarft að ana að neinu. „Bíðið eftir að það hefur verið endurreist og ákveðið ykkur svo. Það liggur ekkert á.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49
Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00
Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12