WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2019 12:32 Michelle Ballarin á blaðamannafundinum á Hótel Sögu í gær. Skjáskot/Vísir Nýja flugfélagið sem á að reka undir merkjum WOW air hefur ekki fengið lendingartíma í Keflavík. Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar í samstarfi við Dulles-flugvöll í Washington, þar sem félagið verður með höfuðstöðvar. Michelle Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates, greindi í gær frá því að daglegt flug milli Keflavíkur og Washington hjá nýju félagi sem rekið verður undir merkjum WOW air muni hefjast í næsta mánuði. Naumur tími er til stefnu, eða í mesta lagi átta vikur. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia er félagið ekki komið með fasta lendingartíma í Keflavík. „Við hjá Isavia höfum ekki fengið formlegar upplýsingar um fyrirætlanir þessa nýja félags en við gleðjumst að sjálfsögðu yfir áformum félaga sem vilja koma til Keflavíkurflugvallar og fljúga til og frá vellinum.“Farþegar munu koma til með að berja fjólubláar vélar WOW Air augum á ný í október, ef áætlanir Ballarin ganga eftir.Vísir/VilhelmDanska félagið Airport Coordination sér raunar um að útdeila lendingartímum í Keflavík og fara umsóknir um slíkt í gegnum þá, sem láta Isavia síðan vita.Þannig að þetta getur gerst með stuttum fyrirvara?„Mögulega.“ Eftir blaðamannafund Ballarin í gær leitaði Túristi svara hjá Dulles-flugvelli í Washington, þaðan sem nýja félagið mun fljúga. Í svarinu segir að fulltrúar vallarins hafi átt einn fund með Ballerin og viðskiptafélögum varðandi flugþjónustu á flugvellinum. Sá hafi farið fram í síðasta mánuði en núna væru ekki nein flug á vegum nýja WOW air á dagskrá og að ekki væri hægt að tilkynna um nýjar flugleiðir. Aðspurður um stöðu viðræðna um lendingartíma segir Páll Ágúst Ólafsson, lögamður Ballerin, að flug verði hafið í október og að unnið sé út frá tveimur dagsetningum fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar. Hann bendir á að félagið US Aerospace Associates, og þar með nýja WOW, sé með höfuðstöðvar á Dulles-flugvelli, og að fyrirætlanir þeirra verði tilkynntar síðar í samstarfi við völlinn. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Nýja flugfélagið sem á að reka undir merkjum WOW air hefur ekki fengið lendingartíma í Keflavík. Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar í samstarfi við Dulles-flugvöll í Washington, þar sem félagið verður með höfuðstöðvar. Michelle Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates, greindi í gær frá því að daglegt flug milli Keflavíkur og Washington hjá nýju félagi sem rekið verður undir merkjum WOW air muni hefjast í næsta mánuði. Naumur tími er til stefnu, eða í mesta lagi átta vikur. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia er félagið ekki komið með fasta lendingartíma í Keflavík. „Við hjá Isavia höfum ekki fengið formlegar upplýsingar um fyrirætlanir þessa nýja félags en við gleðjumst að sjálfsögðu yfir áformum félaga sem vilja koma til Keflavíkurflugvallar og fljúga til og frá vellinum.“Farþegar munu koma til með að berja fjólubláar vélar WOW Air augum á ný í október, ef áætlanir Ballarin ganga eftir.Vísir/VilhelmDanska félagið Airport Coordination sér raunar um að útdeila lendingartímum í Keflavík og fara umsóknir um slíkt í gegnum þá, sem láta Isavia síðan vita.Þannig að þetta getur gerst með stuttum fyrirvara?„Mögulega.“ Eftir blaðamannafund Ballarin í gær leitaði Túristi svara hjá Dulles-flugvelli í Washington, þaðan sem nýja félagið mun fljúga. Í svarinu segir að fulltrúar vallarins hafi átt einn fund með Ballerin og viðskiptafélögum varðandi flugþjónustu á flugvellinum. Sá hafi farið fram í síðasta mánuði en núna væru ekki nein flug á vegum nýja WOW air á dagskrá og að ekki væri hægt að tilkynna um nýjar flugleiðir. Aðspurður um stöðu viðræðna um lendingartíma segir Páll Ágúst Ólafsson, lögamður Ballerin, að flug verði hafið í október og að unnið sé út frá tveimur dagsetningum fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar. Hann bendir á að félagið US Aerospace Associates, og þar með nýja WOW, sé með höfuðstöðvar á Dulles-flugvelli, og að fyrirætlanir þeirra verði tilkynntar síðar í samstarfi við völlinn.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49
Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33
Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00