Viðskipti innlent

Icelandair og Boeing hafa náð bráða­birgða­sam­komu­lagi um bætur

Sylvía Hall skrifar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm,
Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna fyrr á árinu. Í fréttatilkynningu frá Icelandair um áfangann segir að viðræður muni halda áfram um frekari bætur.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í viðtali við fréttastofu í ágústmánuði að það væri algjörlega óhugsandi að félagið fengi ekki bætur fyrir það tjón sem það varð fyrir vegna kyrrsetningarinnar. Markmið þeirra sé að fá tjónið bætt að fullu.

Sjá einnig: „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing

Efni samkomulagsins er trúnaðarmál en heildartjón félagsins er að þeirra mati um 135 milljónir Bandaríkjadala. Ljóst er að bráðabirgðasamkomulagið er skref í rétta átt fyrir félagið en viðræðum er ekki lokið.

Heildartap Icelandair á fyrstu sex mánuðum ársins eru um 11 milljarðar króna en þrátt fyrir það sagði Bogi reksturinn hafa verið á áætlun. Kyrrsetning MAX-vélanna hafi hins vegar verið mikið áfall fyrir félagið.

Í fréttatilkynningu kemur jafnframt fram að afkomuspá fyrir árið 2019 standi óbreytt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×