Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Níu létust í flugslysi í Suður-Dakóta

Níu létu lífið í flugslysi í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum í gær, þar á meðal flugmaður vélarinnar og tvö börn. Hinir þrír farþegar vélarinnar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og eru talin í lífshættu.

Erlent
Fréttamynd

Mikil óvissa um endurráðningar flugmanna

Forstjóri Icelandair segist ekki vita hvenær hægt verði að upplýsa flugmenn um mögulegar endurráðningar. Félagið sé í mikilli óvissu vegna Boeing-Max vélanna. Árstíðarbundin sveifla hafi skilað góðum hagnaði en gert sé ráð fyrir að árið verði rekið með tapi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrrverandi flugmenn gramir

Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Ferðatími milli Hvassahrauns og miðborgar skipti mestu máli

Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin

Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtugar hollenskar konur neita sök í kókaínmáli

Tvær rúmlega fimmtugar hollenskar konur neita sök í máli héraðssaksóknara á hendur þeim fyrir innflutning á rúmlega kílói af kókaíni til landsins þann 29. ágúst síðastliðinn. Konurnar eru par og voru með stóran hluta efnisins innvortis.

Innlent
Fréttamynd

Flug milli Kína og Keflavíkur hefst í vor

Fyrsta flug kínverska flugfélagsins Juneyao Air frá Sjanghæ til Íslands með viðkomu í Helsinki verður 31. mars næstkomandi. Flogið verður hingað tvisvar í viku út árið. Félagið áætlar 20 þúsund farþega á næsta ári. Miðaverð báðar leiðir er frá 68 þúsund krónum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Náðist með tvö kíló af kókaíni í Leifsstöð

Íslenskur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haldlagt á fimmta tug kílóa af sterkum fíkniefnum það sem af er ári.

Innlent
Fréttamynd

Hegðun Þorbergs í vélinni hafi réttlætt nauðlendingu

Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar segist hafa fundið sig knúinn til að segja frá upplifun sinni af flugi Wizz Air, sem nauðlent var í Noregi vegna Þorbergs Aðalsteinssonar, vegna ummæla Þorbergs um miðilinn í kjölfar umfjöllunar hans um málið.

Innlent