Uppsagnir fyrirhugaðar hjá Icelandair vegna kórónuveirunnar Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 18:35 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir útlit fyrir að félagið þurfi að grípa til uppsagna vegna ástandsins sem nú ríkir á flugmarkaði. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir flugi verði frekar lítil næstu vikur og jafnvel mánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við erum að horfa til þess að eftirspurnin hefur minnkað mjög mikið og það sem við getum gert til þess að bregðast við því er að aðlaga framboðið og við erum bara að vinna að mótvægisaðgerðum núna þessa dagana,“ sagði Bogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sjá einnig: Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að við verðum að taka ákvarðanir sem eru bæði erfiðar og geta verið sársaukafullar, við verðum að gera það.“ Hann segir þá ábyrgð hvíla á stjórnendum fyrirtækisins að koma því vel í gegnum þá erfiðu stöðu sem nú ríki. „Þegar við minnkum okkar framboð þá þýðir það að það þarf færra fólk. Við erum að sjá þetta gerast í kringum okkur hjá flugfélögum á Norðurlöndum og víðar að það er verið að skera niður og fækka fólki og það er alveg ljóst að við verðum að gera slíkt hið sama.“ Nú þegar hefur flugfélagið ákveðið að hætta við áttatíu flugferðir í mars og apríl en í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun segist Icelandair ekki getað útilokað að fleiri ferðum verði aflýst. Félagið segir að niðurfellingum sé ætlað að vernda fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins. Sjá einnig: Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Erum við þá að tala um heilt yfir línuna, það er að segja áhafnir og á skrifstofu? „Ja, plönin liggja ekki fyrir en ég held að það sé alveg ljóst að við þurfum að horfa yfir allt sviðið hjá okkur.“ Stjórnendur félagsins reikna með því eins og fyrr segir að eftirspurn verði frekar dræm næstu vikur og mánuði. Þeir vonast hins vegar til þess að það fari aftur að birta til síðar á árinu. „Við teljum það áfram að fólk vilji ferðast.“ Fram kom í tilkynningunni sem félagið sendi frá sér í dag að Icelandair fylgist nú vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. Unnið væri að því að endurmeta flugáætlun í ljósi minnkandi eftirspurnar og færri bókana. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Icelandair segist fylgjast vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. 10. mars 2020 08:29 Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. 6. mars 2020 15:24 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir útlit fyrir að félagið þurfi að grípa til uppsagna vegna ástandsins sem nú ríkir á flugmarkaði. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir flugi verði frekar lítil næstu vikur og jafnvel mánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við erum að horfa til þess að eftirspurnin hefur minnkað mjög mikið og það sem við getum gert til þess að bregðast við því er að aðlaga framboðið og við erum bara að vinna að mótvægisaðgerðum núna þessa dagana,“ sagði Bogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sjá einnig: Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að við verðum að taka ákvarðanir sem eru bæði erfiðar og geta verið sársaukafullar, við verðum að gera það.“ Hann segir þá ábyrgð hvíla á stjórnendum fyrirtækisins að koma því vel í gegnum þá erfiðu stöðu sem nú ríki. „Þegar við minnkum okkar framboð þá þýðir það að það þarf færra fólk. Við erum að sjá þetta gerast í kringum okkur hjá flugfélögum á Norðurlöndum og víðar að það er verið að skera niður og fækka fólki og það er alveg ljóst að við verðum að gera slíkt hið sama.“ Nú þegar hefur flugfélagið ákveðið að hætta við áttatíu flugferðir í mars og apríl en í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun segist Icelandair ekki getað útilokað að fleiri ferðum verði aflýst. Félagið segir að niðurfellingum sé ætlað að vernda fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins. Sjá einnig: Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Erum við þá að tala um heilt yfir línuna, það er að segja áhafnir og á skrifstofu? „Ja, plönin liggja ekki fyrir en ég held að það sé alveg ljóst að við þurfum að horfa yfir allt sviðið hjá okkur.“ Stjórnendur félagsins reikna með því eins og fyrr segir að eftirspurn verði frekar dræm næstu vikur og mánuði. Þeir vonast hins vegar til þess að það fari aftur að birta til síðar á árinu. „Við teljum það áfram að fólk vilji ferðast.“ Fram kom í tilkynningunni sem félagið sendi frá sér í dag að Icelandair fylgist nú vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. Unnið væri að því að endurmeta flugáætlun í ljósi minnkandi eftirspurnar og færri bókana.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Icelandair segist fylgjast vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. 10. mars 2020 08:29 Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. 6. mars 2020 15:24 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Icelandair segist fylgjast vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. 10. mars 2020 08:29
Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. 6. mars 2020 15:24