Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 10:02 Ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að banna ferðalög frá Evrópu næsta mánuðinn vegna kórónuveirunnar er talin munu hafa mikil áhrif á rekstur Icelandair. Vísir/vilhelm Hlutbréf í Icelandair hríðféllu við opnun kauphallar í morgun. Lækkunin nam 23% í fyrstu viðskiptu morgunsins en OMXI10-vísitalan féll á sama tíma um 9,38%. Fjármálamarkaðir erlendis hafa einnig brugðist hart við tíðindum næturinnar um að ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna verði bönnuð næsta mánuðinn. Allar tölur voru rauðar í kauphöllinni í morgun. Fyrir utan Icelandair féll verð hlutabréfa í Festum, Kviku og Marel mest, í kringum ellefu til tólf prósent. Í tilkynningu Icelandair til kauhallararinnar í morgun var varað við því að ferðabannið til Bandaríkjanna ætti eftir að hafa veruleg áhrif á flugáætlun félagsins. Það ætli að draga enn frekar úr ferðum í mars og apríl, umfram það sem það hafði áður tilkynnt um. Erlendir markaðir hafa einnig verið slegnir yfir óvæntri ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna ferðalög frá Evrópu næstu þrjátíu dagana sem hann tilkynnti um í sjónvarpsávarpi í nótt. Japanska Nikkei-vísitalan féll um 4,4 prósent og hefur ekki verið lægri í um þrjú ár. Í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi féllu helstu vísitölur um 6-7 prósent. Vestanhafs greip svartsýni einnig markaði, ekki síst eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. AP-fréttastofan segir að S&P 500-vísitalan sé aðeins einu prósentustigi frá dumbungsmarkaði. Fréttin hefur verið uppfærð. Wuhan-veiran Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Hlutbréf í Icelandair hríðféllu við opnun kauphallar í morgun. Lækkunin nam 23% í fyrstu viðskiptu morgunsins en OMXI10-vísitalan féll á sama tíma um 9,38%. Fjármálamarkaðir erlendis hafa einnig brugðist hart við tíðindum næturinnar um að ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna verði bönnuð næsta mánuðinn. Allar tölur voru rauðar í kauphöllinni í morgun. Fyrir utan Icelandair féll verð hlutabréfa í Festum, Kviku og Marel mest, í kringum ellefu til tólf prósent. Í tilkynningu Icelandair til kauhallararinnar í morgun var varað við því að ferðabannið til Bandaríkjanna ætti eftir að hafa veruleg áhrif á flugáætlun félagsins. Það ætli að draga enn frekar úr ferðum í mars og apríl, umfram það sem það hafði áður tilkynnt um. Erlendir markaðir hafa einnig verið slegnir yfir óvæntri ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna ferðalög frá Evrópu næstu þrjátíu dagana sem hann tilkynnti um í sjónvarpsávarpi í nótt. Japanska Nikkei-vísitalan féll um 4,4 prósent og hefur ekki verið lægri í um þrjú ár. Í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi féllu helstu vísitölur um 6-7 prósent. Vestanhafs greip svartsýni einnig markaði, ekki síst eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. AP-fréttastofan segir að S&P 500-vísitalan sé aðeins einu prósentustigi frá dumbungsmarkaði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Wuhan-veiran Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49
Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00
Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25