Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 12. mars 2020 01:25 Trump vill koma í veg fyrir að smit berist frá Evrópu vestur um haf. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt umfangsmiklar aðgerðir í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Trump kynnti í kvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Þetta kom fram í ávarpi hans úr Hvíta húsinu í kvöld. Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Trump sagði að aðgerðirnar, sem hann lýsti sem hörðum en nauðsynlegum, myndu gilda um allar Evrópuþjóðir nema Bretland. 460 smit hafa greinst í Bretlandi. 1135 smit hafa greinst í Bandaríkjunum og 38 látist, þar af 24 í Washington-ríki á norðvesturströndinni. Samkomur hafa verið bannaðar í fjölmörgum sýslum í ríkinu. Trump hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja tillögur um lækkun skatta til þess að lágmarka áhrif kórónuveirunnar á efnahag Bandaríkjanna. Ferðabann Trump mun hins vegar ekki hafa áhrif á vöruflutninga. Þá stappaði Trump stálinu í Bandaríkjamenn og sagði fólk verða að standa saman á þessum tímum og leggja pólitík til hliðar. Ávarp Trump má sjá hér að neðan. Wuhan-veiran Bandaríkin Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt umfangsmiklar aðgerðir í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Trump kynnti í kvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Þetta kom fram í ávarpi hans úr Hvíta húsinu í kvöld. Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Trump sagði að aðgerðirnar, sem hann lýsti sem hörðum en nauðsynlegum, myndu gilda um allar Evrópuþjóðir nema Bretland. 460 smit hafa greinst í Bretlandi. 1135 smit hafa greinst í Bandaríkjunum og 38 látist, þar af 24 í Washington-ríki á norðvesturströndinni. Samkomur hafa verið bannaðar í fjölmörgum sýslum í ríkinu. Trump hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja tillögur um lækkun skatta til þess að lágmarka áhrif kórónuveirunnar á efnahag Bandaríkjanna. Ferðabann Trump mun hins vegar ekki hafa áhrif á vöruflutninga. Þá stappaði Trump stálinu í Bandaríkjamenn og sagði fólk verða að standa saman á þessum tímum og leggja pólitík til hliðar. Ávarp Trump má sjá hér að neðan.
Wuhan-veiran Bandaríkin Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira