Fótbolti

Orri og fé­lagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Endrick skorar eina mark leiks Real Madrid gegn Real Sociedad.
Endrick skorar eina mark leiks Real Madrid gegn Real Sociedad. afp/ANDER GILLENEA

Real Madrid vann 0-1 útisigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld.

Orri Steinn Óskarsson lék síðustu þrettán mínúturnar fyrir Real Sociedad sem þarf að snúa dæminu við í seinni leiknum á Santiago Bernabéu 1. apríl.

Kylian Mbappé gat ekki leikið með Real Madrid í kvöld vegna tannvandamála. Brasilíumaðurinn ungi, Endrick, kom inn í byrjunarliðið í hans stað og hann þakkaði traustið með því að koma gestunum frá Madríd yfir á 19. mínútu.

Endrick fékk þá langa sendingu frá Jude Bellingham, tók vel á móti boltanum og skoraði svo sitt fjórða mark í bikarkeppninni í vetur.

Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid því með yfirhöndina fyrir seinni leikinn eftir mánuð.

Real Madrid hefur tuttugu sinnum orðið bikarmeistari, síðast fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×