Fótbolti

X eftir lands­leikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy

Valur Páll Eiríksson skrifar
Skiptar skoðanir eru um Hareide og hetta Bellamys vakti athygli.
Skiptar skoðanir eru um Hareide og hetta Bellamys vakti athygli. Ian Cook - CameraSport via Getty Images

Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X.

Gleðin var mikil eftir að Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir.

Hetta Craig Bellamy, þjálfara Wales, vakti athygli margra.

Orri Steinn fór hins vegar meiddur af velli um miðjan fyrri hálfleik.

Walesverjar jöfnuðu en Ísland fékk færi til að komast aftur yfir fyrir hlé.

Walesverjar refsuðu fyrir nýtinguna og voru 2-1 yfir í hálfleik.

Ísland hélt áfram að klikka á dauðafærum eftir hléið en þau voru nokkur til að jafna í 2-2. Brennan Johnson kom Wales svo í 3-1.

Svo kom fjórða markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×