KA-strákarnir fengu að halda gullinu Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 13:31 Lið KA með bikarinn og medalíurnar eftir sigurinn gegn Stjörnunni sem síðan var dæmdur ógildur. @KA yngri flokkar Þó að Stjarnan hafi í gær verið krýnd Íslandsmeistari í 4. flokki C-liða, eftir umdeildan leik við KA, þá fengu strákarnir í KA-liðinu að halda gullverðlaunum sínum eftir allt sem á undan er gengið. Í síðasta mánuði vann KA úrslitaleik liðanna á Akureyri, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, en Stjarnan kærði þau úrslit vegna þess að bæði framlengingin og vítakeppnin voru styttri en reglur segja til um. Sú ákvörðun Stjörnunnar að kæra hefur verið afar umdeild en niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ var skýr og var framlenging liðanna endurtekin, nú með réttum hætti, á Akureyri í gær. Að þessu sinni skoraði Stjarnan sigurmark í framlengingunni og varð þar með Íslandsmeistari C-liða í 4. flokki, þar sem 12 og 13 ára strákar spila. Til stóð að strákarnir í KA-liðinu myndu skila gullmedalíum sínum áður en spilað var í gær, en samkvæmt upplýsingum Vísis settu foreldrar þá hnefann í borðið og á endanum varð lendingin sú að KA-strákarnir fengju að halda medalíunum. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ var á síðustu stundu ákveðið að senda nýjar gullmedalíur norður vegna málsins, sem Stjörnustrákarnir fá. Bikarinn fer svo í Garðabæ, eftir mánaðardvöl á Akureyri. Stemningin sérstök í gær Vel var mætt á endurteknu framlenginguna á Akureyri í gær en stemningin mun að sögn viðstaddra hafa verið frekar sérstök enda aðstæðurnar afar óvenjulegar, nokkuð langt um liðið frá upprunalega leiknum og umræðan um hann ekki farið framhjá neinum. KA bauð svo strákunum öllum úr báðum liðum upp á pítsur eftir að úrslitin lágu fyrir. Þegar liðin mættust í síðasta mánuði komst KA í 3-0 en Stjörnustrákar náðu að jafna metin í 3-3. Þá var gripið til framlengingar og gerði dómari leiksins, sjálfboðaliði sem KA bar ábyrgð á að útvega, þau mistök að framlengja leikinn um 2x5 mínútur þegar framlenging hefði reglum samkvæmt átt að vera 2x10 mínútur. Þá hafði hann vítaspyrnukeppnina einnig styttri en hún hefði átt að vera, eða þrjár spyrnur á lið. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir sjálfboðaliðanna algjörlega miður sín vegna málsins. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað að framlengingin og mögulega vítaspyrnukeppnin yrði endurtekin en ekki kom til vítaspyrnukeppni þar sem að Gunnar Andri Benediktsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í framlengingu. KA var einnig gert að greiða rútuferð Stjörnunnar norður en strákarnir í Garðabæjarliðinu gátu, eða að minnsta kosti hluti þeirra, tengt ferðina við Stefnumót KA sem fram fer á Akureyri um helgina. Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Í síðasta mánuði vann KA úrslitaleik liðanna á Akureyri, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, en Stjarnan kærði þau úrslit vegna þess að bæði framlengingin og vítakeppnin voru styttri en reglur segja til um. Sú ákvörðun Stjörnunnar að kæra hefur verið afar umdeild en niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ var skýr og var framlenging liðanna endurtekin, nú með réttum hætti, á Akureyri í gær. Að þessu sinni skoraði Stjarnan sigurmark í framlengingunni og varð þar með Íslandsmeistari C-liða í 4. flokki, þar sem 12 og 13 ára strákar spila. Til stóð að strákarnir í KA-liðinu myndu skila gullmedalíum sínum áður en spilað var í gær, en samkvæmt upplýsingum Vísis settu foreldrar þá hnefann í borðið og á endanum varð lendingin sú að KA-strákarnir fengju að halda medalíunum. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ var á síðustu stundu ákveðið að senda nýjar gullmedalíur norður vegna málsins, sem Stjörnustrákarnir fá. Bikarinn fer svo í Garðabæ, eftir mánaðardvöl á Akureyri. Stemningin sérstök í gær Vel var mætt á endurteknu framlenginguna á Akureyri í gær en stemningin mun að sögn viðstaddra hafa verið frekar sérstök enda aðstæðurnar afar óvenjulegar, nokkuð langt um liðið frá upprunalega leiknum og umræðan um hann ekki farið framhjá neinum. KA bauð svo strákunum öllum úr báðum liðum upp á pítsur eftir að úrslitin lágu fyrir. Þegar liðin mættust í síðasta mánuði komst KA í 3-0 en Stjörnustrákar náðu að jafna metin í 3-3. Þá var gripið til framlengingar og gerði dómari leiksins, sjálfboðaliði sem KA bar ábyrgð á að útvega, þau mistök að framlengja leikinn um 2x5 mínútur þegar framlenging hefði reglum samkvæmt átt að vera 2x10 mínútur. Þá hafði hann vítaspyrnukeppnina einnig styttri en hún hefði átt að vera, eða þrjár spyrnur á lið. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir sjálfboðaliðanna algjörlega miður sín vegna málsins. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað að framlengingin og mögulega vítaspyrnukeppnin yrði endurtekin en ekki kom til vítaspyrnukeppni þar sem að Gunnar Andri Benediktsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í framlengingu. KA var einnig gert að greiða rútuferð Stjörnunnar norður en strákarnir í Garðabæjarliðinu gátu, eða að minnsta kosti hluti þeirra, tengt ferðina við Stefnumót KA sem fram fer á Akureyri um helgina.
Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira