Fótbolti

Andri Lucas lagði upp í ó­væntu tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Lucas og félagar töpuðu mikilvægum stigum í kvöld.
Andri Lucas og félagar töpuðu mikilvægum stigum í kvöld. Getty Images/Srdjan Stevanovic

Andri Lucas Guðjohnsen lagði upp mark Gent þegar liðið mátti þola 2-1 tap gegn Cercle Brugge í belgísku efstu deild karla í fótbolta.

Andri Lucas lék allan leikinn sem fremsti maður Gent en mark liðsins kom ekki fyrr en á áttundu mínútu uppbótartíma. Aðeins þremur mínútum áður höfðu heimamenn komist 2-0 yfir og markið því ekkert annað en sárabótamark.

Tapið var heldur óvænt þar sem Gent er í 3. sæti deildarinnar og hefði getað minnkað forskot Genk á toppnum niður í aðeins þrjú stig á meðan Cercle Brugge er í 15, sæti, því næstneðsta, og í bullandi fallbaráttu.

Andri Lucas hefur skorað eitt mark og gefið tvær stoðsendingar í sjö deildarleikjum til þessa á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×