Innherji

Akur fær­ir virð­i fisk­sal­ans Gad­us­ar nið­ur um nærri helming

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Árið 2017 seldi Icelandic Group belgíska fisksölufélagið Gadus til Steinasala. Akur, sem einkum er í eigu lífeyrissjóða og er stýrt af Íslandssjóðum, á 53 prósent í Gadusi. Aðrir eigendur fisksalans eru einkum útgerðir, eins og Þorbjörn, KG Fiskverkun, Útgerðarfélag Reykjavíkur, Oddi og Hraðfrystihús Hellissands.
Árið 2017 seldi Icelandic Group belgíska fisksölufélagið Gadus til Steinasala. Akur, sem einkum er í eigu lífeyrissjóða og er stýrt af Íslandssjóðum, á 53 prósent í Gadusi. Aðrir eigendur fisksalans eru einkum útgerðir, eins og Þorbjörn, KG Fiskverkun, Útgerðarfélag Reykjavíkur, Oddi og Hraðfrystihús Hellissands. Mynd/Getty Images

Akur fjárfestingarfélag færði niður eignarhlut sinn í belgíska fisksölufélaginu Gadus um 43 prósent milli ára. Árið 2020 var ríflega helmingshlutur í fyrirtækinu metinn á 2,3 milljarða en þemur árum síðar var virði hans yfir 800 milljónir í bókum félagsins sem er í eigu lífeyrissjóða, VÍS og Íslandsbanka.


Tengdar fréttir

Akur hagnast um 1.200 milljónir eftir hækkun á virði Ölgerðarinnar

Hagnaður af rekstri framtakssjóðsins Akurs, sem er í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka, nam um 1.203 milljónum króna á árinu 2021 borið saman við 1.466 milljónir á árinu þar áður. Hagnaður síðasta árs skýrist af hækkun á virði eignarhlutar sjóðsins í Ölgerðinni.

Icelandic Group kaupir fyrirtæki í Belgíu

Icelandic Group hefur fest kaup á belgíska fiskvinnslufyrirtækinu Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Ársvelta Gadus nemur um rúmum 11 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group.

Félag Bjarna bætti verulega við hlut sinn í Fáfni Offshore í fyrra

Sjávarsýn ehf., fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, og Hlér ehf., sem er í eigu Guðmundar Ásgeirssonar, bættu verulega við eignarhluti sína í Fáfni Offshore á síðasta ári þegar félögin keyptu út framtakssjóðinn Horn II og þrjá aðra hluthafa. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Fáfnis Offshore.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×