Egill Viðarsson hefur verið framkvæmdastjóri Verkís frá árinu 2021 en umsvif fyrirtækisins hafa aukist umtalsvert á liðnum árum. Á árinu 2023 var félagið næst stærsta verkfræðistofa landsins litið út frá veltu, með tekjur upp á ríflega níu milljarða, og skilaði þá hagnaði upp á tæplega 660 milljónir.
Hvernig var rekstrarumhverfið á árinu 2024?
Rekstur Verkís gekk vel. Verkefnastaða hefur verið góð síðstu ár og svo var einnig það ár sem er að líða. Samkeppni er vissulega mikil, bæði við íslensk og erlend fyrirtæki, en það gerir okkur gott og heldur okkur á tánum.
Það er erfitt að finna hæft starfsfók og fólk með reyslu. Almennt má segja að það sé skortur á tæknimenntuðu fólki.
Hvað stóð upp úr?
Eldsumbrot á Reykjanesi er það sem bar hæst. Hópur starfsmann Verkís hafa verið í lykilhlutverki meðal annars við að leggja mat á framvindu í hraunrennsli með tölvuhermunum, hönnun varnargarða og stjórn framkvæmda. Mikil samvinna við aðrar ráðgjafastofur, Almannavarnir og önnur yfirvöld sem að málinu koma.
En við vorum líka spennandi verkefnum á liðnu ári fyrir okkar stærstu viðskiptavini s.s. Landsvirkjun, HS Orku, Vegagerðina og Isavia en við höfum lengi verið einn aðal ráðgjafi þessara stofnana og fyrirtækja. Verkefni skipta hundruðum í hverjum mánuði og því af nógu að taka!
Ágætlega hefur gengið á okkar helstu útibúum og dótturfyrirtækjum erlendis, Noregi og Grænlandi í fjölbreyttum verkefnum á liðnu ár. Verkís kemur líka að verkefnum er snúa að orkuöflun í fjarlægum heimshlutum í Asíu og Afríku, aðallega jarðhitavinnsla en þar hefur okkar stofa verið i fararbroddi hvað varðar þekkingu og reynslu. Höfum líka farið af miklum krafti í nýsköpunarverkefni á sviði grænnar orkuöflunar, stýrum til að mynda tveimur stórum evrópuverkefnum á því sviði.
Finnum aðeins slaka miðað við liðin ár en metum það engu að síður sem svo að það verði nóg að gera.
Hverjar voru helstu áskoranirnar?
Það hefur verið mikið að gera á nær öllum sviðum starfseminnar. Helstu áskoranir liðins árs snýr að mönnun. Það er erfitt að finna hæft starfsfók og fólk með reyslu. Almennt má segja að það sé skortur á tæknimenntuðu fólki.
Hvernig lítur næsta ár út frá ykkar bæjardyrum séð?
Finnum aðeins slaka miðað við liðin ár en metum það engu að síður sem svo að það verði nóg að gera. Höfum þurft að neita spennandi verkefnum og svo verður vísast áfram.
Væntingar og vonir til væntanlegrar nýrrar ríkisstjórnar?
Í okkar fagi verðum við áþreifanlega vör við þörf á uppbyggingu og viðhaldi innviða og samgöngumannvirkja. Vonir okkar standa kannski helst til þess að ný ríkisstjórn skoði vel útgjöld til þessara málaflokka.