Fótbolti

Datt af hjóli og missir af EM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sadílek bar fyrirliðabandið í æfingaleik gegn Möltu á föstudag. Hann hefði betur haldið sig frá hjólreiðum um helgina.
Sadílek bar fyrirliðabandið í æfingaleik gegn Möltu á föstudag. Hann hefði betur haldið sig frá hjólreiðum um helgina. Jasmin Walter/Getty Images

Michal Sadileik, miðjumaður tékkneska landsliðsins og hollenska félagsins Twente, hefur dregið sig frá keppni á Evrópumótinu eftir að hafa dottið af hjóli.

Sadileik bar fyrirliðabandið í 7-1 sigri í æfingaleik gegn Möltu á föstudag. Hann meiddist svo á laugardag og tilkynning barst í gær um að hann hefði dregið sig úr landsliðshópnum.

„Sadílek féll óheppilega á hjóli og fékk svæsinn skurð á löppina. Þetta er mikil missir fyrir okkur því hann er einn af okkar reynslumeiri leikmönnum,“ segir í yfirlýsingu tékkneska knattspyrnusambandsins.

Sadílek á að baki 24 A-landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Hann er liðsfélagi Alfons Sampsted hjá Twente.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×