Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu: Orri Steinn skástur í slöppum leik Íþróttadeild Vísis skrifar 16. nóvember 2023 21:56 Orri Steinn Óskarsson í baráttunni við Milan Škriniar. Christian Hofer/Getty Images Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Slóvakíu fyrr í kvöld á útivelli í undankeppni EM 2024. Eftir ágætis byrjun og að hafa komist yfir á 17. mínútu var frammistaðan ekki upp á marga fiska og úr varð að Slóvakía vann 4-2 og tryggðu sig þar með inn á EM 2024. Orri Steinn Óskarsson komst best frá sínum leik af íslensku leikmönnunum. Elías Rafn Ólafsson, markvörður: 3 Fékk á sig þrjú mörk úr 1 væntu marki úr opnum leik. Var með hendi á vítinu en laus úlnliður var vandamálið og sama vandamál var í fjórða markinu. Erfitt kvöld fyrir Elías og líkur á því að annar markvörður fái tækifæri á sunnudaginn. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 4 Mörkin komu frá hans væng en hann og Guðlaugur litu því miður mjög illa út í kvöld. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður: 4 Tók þátt í búa til bras í varnarleik íslenska liðsins og kom til dæmis Kolbeini marg oft í bölvað bras með erfiðum sendingum Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður: 4 Þetta byrjaði svo vel fyrir Guðlaug. Geggjuð sending á pönnuna á Orra í marki íslenska liðsins. Svo lá leiðin norður og niður. Í þremur af fjórum mörkum heimamanna var hægt að horfa til hans. Var t.a.m. saltaður í þriðja markinu. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður: 4 Mjög sterkur í byrjun í vörn og sókn. Var oft á tíðum komið í klandur með sendingum frá miðvörðunum sem hann spilaði við hlið í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 4 Gerði mjög lítið á miðjunni í dag. Gaf þó stoðsendingu í seinna marki Íslendinga en okkur vantaði mikið meira frá fyrirliðanum í dag. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður: 5 Fór meiddur út af á 25. mínútu en hafði verið partur af mjög þéttri liðsheild íslenska liðsins. Fékk kannski ekki næg tækifæri til að skína að fullu. Kristian Hlynsson, miðjumaður: 4 Átti fínar glefsur í upphafi eins og kannski fleiri. Ósanngjarnt að það hafi verið dæmt víti á hann en annars var lítið að frétta úr hans fyrsta landsleik. Willum Þór Willumsson, hægri kantur: 4 Fékk fá tækifæri til að láta ljós sitt skína í dag. Arnór Sigurðsson, vinstri kantur: 4 Sást ekkert þær 60 mínútur sem hann náði að spila. Ekki var honum hjálpað enda voru flestar sendingar til baka. Orri Steinn Óskarsson, framherji: 6 Komst langbest frá þessum leik en eftir að hafa verið duglegur í pressu á fyrstu mínútum leiksins, skora magnað skallamark til að koma okkur yfir þá datt botninn úr hans leik eins og alls íslenska liðsins. Því miður fékk hann engin tækifæri til bæta við. Varamenn Stefán Teitur Þórðarson- Kom inn fyrir Arnór Ingva Traustason á 25. mínútu: 4 Eða kom hann inn á? Sást lítið allavega. Ísak Bergmann Jóhannesson- Kom inn fyrir Kristian Hlynsson á 46. mínútu: 4 Ekki mikið úr hans leik að segja frá. Sömu spurningu má spyrja sig eins og Stefán Teit. Aron Einar Gunnarsson - Kom inn fyrir Arnór Sigurðsson á 61. mínútu: 5 Það komst ró á leik liðsins þegar hann kom inn á og pínu barátta. Lýsir atvgervi liðsins þegar maður sem spilar ekki leiki fyrir félagslið er með bestu mönnum liðsins. Andri Lucas - Kom inn fyrir Orra Stein Óskarsson á 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Skoraði seinna mark Íslands. Alfreð Finnbogason - Kom inn fyrir Willum Þór Willumsson 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt! Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter. 16. nóvember 2023 21:40 Åge Hareide: Svartur fimmtudagur fyrir Ísland Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári. 16. nóvember 2023 22:37 Orri Steinn: Við verðum bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik „Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum. 16. nóvember 2023 22:17 „Uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli“ Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti. 16. nóvember 2023 22:01 Fyrirliðinn Jóhann Berg eftir leik: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“ „Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins. 16. nóvember 2023 21:50 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Eftir ágætis byrjun og að hafa komist yfir á 17. mínútu var frammistaðan ekki upp á marga fiska og úr varð að Slóvakía vann 4-2 og tryggðu sig þar með inn á EM 2024. Orri Steinn Óskarsson komst best frá sínum leik af íslensku leikmönnunum. Elías Rafn Ólafsson, markvörður: 3 Fékk á sig þrjú mörk úr 1 væntu marki úr opnum leik. Var með hendi á vítinu en laus úlnliður var vandamálið og sama vandamál var í fjórða markinu. Erfitt kvöld fyrir Elías og líkur á því að annar markvörður fái tækifæri á sunnudaginn. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 4 Mörkin komu frá hans væng en hann og Guðlaugur litu því miður mjög illa út í kvöld. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður: 4 Tók þátt í búa til bras í varnarleik íslenska liðsins og kom til dæmis Kolbeini marg oft í bölvað bras með erfiðum sendingum Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður: 4 Þetta byrjaði svo vel fyrir Guðlaug. Geggjuð sending á pönnuna á Orra í marki íslenska liðsins. Svo lá leiðin norður og niður. Í þremur af fjórum mörkum heimamanna var hægt að horfa til hans. Var t.a.m. saltaður í þriðja markinu. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður: 4 Mjög sterkur í byrjun í vörn og sókn. Var oft á tíðum komið í klandur með sendingum frá miðvörðunum sem hann spilaði við hlið í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 4 Gerði mjög lítið á miðjunni í dag. Gaf þó stoðsendingu í seinna marki Íslendinga en okkur vantaði mikið meira frá fyrirliðanum í dag. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður: 5 Fór meiddur út af á 25. mínútu en hafði verið partur af mjög þéttri liðsheild íslenska liðsins. Fékk kannski ekki næg tækifæri til að skína að fullu. Kristian Hlynsson, miðjumaður: 4 Átti fínar glefsur í upphafi eins og kannski fleiri. Ósanngjarnt að það hafi verið dæmt víti á hann en annars var lítið að frétta úr hans fyrsta landsleik. Willum Þór Willumsson, hægri kantur: 4 Fékk fá tækifæri til að láta ljós sitt skína í dag. Arnór Sigurðsson, vinstri kantur: 4 Sást ekkert þær 60 mínútur sem hann náði að spila. Ekki var honum hjálpað enda voru flestar sendingar til baka. Orri Steinn Óskarsson, framherji: 6 Komst langbest frá þessum leik en eftir að hafa verið duglegur í pressu á fyrstu mínútum leiksins, skora magnað skallamark til að koma okkur yfir þá datt botninn úr hans leik eins og alls íslenska liðsins. Því miður fékk hann engin tækifæri til bæta við. Varamenn Stefán Teitur Þórðarson- Kom inn fyrir Arnór Ingva Traustason á 25. mínútu: 4 Eða kom hann inn á? Sást lítið allavega. Ísak Bergmann Jóhannesson- Kom inn fyrir Kristian Hlynsson á 46. mínútu: 4 Ekki mikið úr hans leik að segja frá. Sömu spurningu má spyrja sig eins og Stefán Teit. Aron Einar Gunnarsson - Kom inn fyrir Arnór Sigurðsson á 61. mínútu: 5 Það komst ró á leik liðsins þegar hann kom inn á og pínu barátta. Lýsir atvgervi liðsins þegar maður sem spilar ekki leiki fyrir félagslið er með bestu mönnum liðsins. Andri Lucas - Kom inn fyrir Orra Stein Óskarsson á 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Skoraði seinna mark Íslands. Alfreð Finnbogason - Kom inn fyrir Willum Þór Willumsson 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt! Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter. 16. nóvember 2023 21:40 Åge Hareide: Svartur fimmtudagur fyrir Ísland Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári. 16. nóvember 2023 22:37 Orri Steinn: Við verðum bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik „Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum. 16. nóvember 2023 22:17 „Uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli“ Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti. 16. nóvember 2023 22:01 Fyrirliðinn Jóhann Berg eftir leik: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“ „Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins. 16. nóvember 2023 21:50 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt! Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter. 16. nóvember 2023 21:40
Åge Hareide: Svartur fimmtudagur fyrir Ísland Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári. 16. nóvember 2023 22:37
Orri Steinn: Við verðum bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik „Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum. 16. nóvember 2023 22:17
„Uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli“ Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti. 16. nóvember 2023 22:01
Fyrirliðinn Jóhann Berg eftir leik: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“ „Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins. 16. nóvember 2023 21:50