Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. nóvember 2023 07:01 Ari Freyr Skúlason spilaði sinn síðasta landsleik á móti Rúmeníu í Búkarest í nóvember 2021. Getty/Alex Nicodim Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. Náðu ótrúlegum árangri saman og mynduðu dýrmætan vinskap „Enginn bjóst við þessu, ekki einu sinni ég þó mig hafi dreymt um þetta sem krakki, það sem við gerðum var alveg magnað. Vinskapurinn á milli okkar allra sem voru þarna lengst í þessu er ómetanlegur. Maður hefur átt skemmtileg tímabil í hinum og þessum liðum en það er ekkert sem toppar þetta ævintýri“ sagði Ari Freyr um tíma sinn með landsliðinu, hann fer í sögubækurnar sem 10. leikjahæsti landsliðsmaður Íslands með 83 A-landsleiki að baki, auk þess spilaði hann 25 leiki fyrir yngri landsliðin. Ari var hluti af gullaldarkynslóð íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem komst tvívegis á stórmót, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi. Hann hefur hins vegar ekki gefið kost á sér í landsliðsverkefni síðastliðin tvö ár. Allt í bulli undir lokin með landsliðinu „Þegar Arnar [er með liðið] allavega síðasta árið mitt þarna, það var allt í bulli, fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið það var í bulli. Maður veit aldrei hvað gerist bakvið tjöldin en þetta var rosalega erfitt, fyrir alla aðila sem voru að vinna í þessu, fyrir okkur sem vorum að spila og þjálfarann sem átti að höndla þetta“ sagði Ari um endalok sín með íslenska landsliðinu. Eins og alþjóð veit gekk liðið í gegnum erfiða tíma, viðkvæm mál komu ítrekað upp utan vallar, árangur liðsins innan vallar var afar slæmur og mikil óánægja myndaðist. Þjálfaraskipti áttu sér stað síðastliðið vor og almenningsálit á landsliðinu hefur hækkað í kjölfarið. Ari segist horfa fram á bjartari tíma og vonar að Ísland geti aftur gert sér ferð á stórmót. Þokast í rétta átt „Maður sér það núna, leikmenn að koma inn sem eru að spila í sínum liðum, ofboðslega duglegir og flottir einstaklingar. Ungir og efnilegir með reynslubolta við hlið sér, við erum á leiðinni í rétta átt og ég vona innilega að við komumst aftur á stórmót því það er svo geggjað. Bæði fyrir okkur leikmenn og þjóðina að upplifa svona aftur.“ En ef svo færi að Ísland kæmist aftur á stórmót, yrði Ari meðal áhorfenda í stúkunni? „Klárlega, ég yrði mættur að sníkja miða frá einhverjum sem ég þekki“ sagði Ari léttur að lokum og brosti út í annað. Viðtalið allt við Ara Frey má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Sjá meira
Náðu ótrúlegum árangri saman og mynduðu dýrmætan vinskap „Enginn bjóst við þessu, ekki einu sinni ég þó mig hafi dreymt um þetta sem krakki, það sem við gerðum var alveg magnað. Vinskapurinn á milli okkar allra sem voru þarna lengst í þessu er ómetanlegur. Maður hefur átt skemmtileg tímabil í hinum og þessum liðum en það er ekkert sem toppar þetta ævintýri“ sagði Ari Freyr um tíma sinn með landsliðinu, hann fer í sögubækurnar sem 10. leikjahæsti landsliðsmaður Íslands með 83 A-landsleiki að baki, auk þess spilaði hann 25 leiki fyrir yngri landsliðin. Ari var hluti af gullaldarkynslóð íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem komst tvívegis á stórmót, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi. Hann hefur hins vegar ekki gefið kost á sér í landsliðsverkefni síðastliðin tvö ár. Allt í bulli undir lokin með landsliðinu „Þegar Arnar [er með liðið] allavega síðasta árið mitt þarna, það var allt í bulli, fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið það var í bulli. Maður veit aldrei hvað gerist bakvið tjöldin en þetta var rosalega erfitt, fyrir alla aðila sem voru að vinna í þessu, fyrir okkur sem vorum að spila og þjálfarann sem átti að höndla þetta“ sagði Ari um endalok sín með íslenska landsliðinu. Eins og alþjóð veit gekk liðið í gegnum erfiða tíma, viðkvæm mál komu ítrekað upp utan vallar, árangur liðsins innan vallar var afar slæmur og mikil óánægja myndaðist. Þjálfaraskipti áttu sér stað síðastliðið vor og almenningsálit á landsliðinu hefur hækkað í kjölfarið. Ari segist horfa fram á bjartari tíma og vonar að Ísland geti aftur gert sér ferð á stórmót. Þokast í rétta átt „Maður sér það núna, leikmenn að koma inn sem eru að spila í sínum liðum, ofboðslega duglegir og flottir einstaklingar. Ungir og efnilegir með reynslubolta við hlið sér, við erum á leiðinni í rétta átt og ég vona innilega að við komumst aftur á stórmót því það er svo geggjað. Bæði fyrir okkur leikmenn og þjóðina að upplifa svona aftur.“ En ef svo færi að Ísland kæmist aftur á stórmót, yrði Ari meðal áhorfenda í stúkunni? „Klárlega, ég yrði mættur að sníkja miða frá einhverjum sem ég þekki“ sagði Ari léttur að lokum og brosti út í annað. Viðtalið allt við Ara Frey má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Sjá meira