Fótbolti

Næstum því tvö hundruð milljónir hafa leitað að Ron­aldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo spilar með Al-Nassr en það getur stundum verið heitt í Sádí Arabíu.
Cristiano Ronaldo spilar með Al-Nassr en það getur stundum verið heitt í Sádí Arabíu. Getty/MB Media

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo yfirgaf evrópska fótboltann fyrir tæpu ári síðan og samdi við lið Al-Nassr í Sádí Arabíu.

Það er ekki hægt að segja að áhuginn á kappanum hafi minnkað við þessi vistaskipti og kannski þvert á móti.

Samkvæmt samantekt á flestum leitum af íþróttamönnum er Ronaldo með yfirburðarforystu á toppnum.

Eurosport segir frá því að það hafi verið 199,4 milljónir leitir að nafni Ronaldo á síðasta ári.

Það eru næstum því sextíu milljónir fleiri leitir en af þeim næsta á listanum sem er Brasilíumaðurinn Neymar með 140,9 milljónir leita.

Lionel Messi er í þriðja sætinu með 104,4 milljónir leita en í fjórða sæti er síðan bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James.

Fimmti á listanum er síðan indverski krikketmaðurinn Virat Kohli en hann á undan spænska tennismkappanum Carlos Alcaraz og serbneska tenniskappanum Novak Djokovic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×