Magnús Agnar dæmdur í átján mánaða bann í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 07:46 Magnús Agnar Margnússon með Hákoni Haraldssyni eftir að sá síðarnefndi skrifaði undir hjá Lille. @totalfl Íslenski umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon má ekki starfa í sænska fótboltanum næsta eina og hálfa árið. Fotbollskanalen segir frá því að íslenski umboðsmaðurinn hafi verið dæmdur í bann fyrir ýmis brot og segir aganefnd sænska knattspyrnusambandsins að hann hafi meðal annars ekki fylgt viðeigandi reglugerð varðandi vernd ungra leikmanna. Magnús Agnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. AVSLÖJAR: SvFF stänger av agent - efter anmälan från Hugo Larsson SvFF ska utreda MFF-avtal.https://t.co/AT5JIO32LQ pic.twitter.com/6r2YaWocEM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 9, 2023 Magnús Agnar er að þjónusta marga íslenska og erlenda leikmenn og hefur einnig átt marga skjólstæðinga í sænska boltanum. Hann er nú í banni þar til í lok mars 2025 eftir ákvörðun aganefndar sænska sambandsins. Kvörtun hafði borist sambandinu frá Hugo Larsson, efnilegum miðjumanni, sem var keyptur til Eintracht Frankfurt í sumar. Magnús var umboðsmaður Larsson þar til síðasta vor þegar leikmaðurinn ákvað að losa sig undan samningnum. Hann skipti svo til Frankfurt um sumarið með nýjan umboðsmann. Ein af reglunum sem Magnús er dæmdur fyrir að hafa brotið er sú að hann var umboðsmaður leikmanns undir lögaldri og þá gerðist hann einnig sekur um að semja um greiðslu við leikmann undir lögaldri. Í kvörtuninni segir Larsson að Magnús hafi hótað sér lögsókn fyrir að segja upp samningnum sem var á milli þeirra. Magnús svaraði því með að segja að hann hafi upprunalega verið andvígur uppsögn á samningi vegna þess að það var rúmt ár eftir af samningstímanum, en hann hafi að lokum samþykkt uppsögnina í byrjun apríl. Magnús hefur talað um hlutverk Malmö FF í þessum samningsmálum og er sænska knattspyrnusambandið því með félagið til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til refsingar. Magnús hefur til 11. október til að áfrýja dómi aganefndar sænska sambandsins. Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Fotbollskanalen segir frá því að íslenski umboðsmaðurinn hafi verið dæmdur í bann fyrir ýmis brot og segir aganefnd sænska knattspyrnusambandsins að hann hafi meðal annars ekki fylgt viðeigandi reglugerð varðandi vernd ungra leikmanna. Magnús Agnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. AVSLÖJAR: SvFF stänger av agent - efter anmälan från Hugo Larsson SvFF ska utreda MFF-avtal.https://t.co/AT5JIO32LQ pic.twitter.com/6r2YaWocEM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 9, 2023 Magnús Agnar er að þjónusta marga íslenska og erlenda leikmenn og hefur einnig átt marga skjólstæðinga í sænska boltanum. Hann er nú í banni þar til í lok mars 2025 eftir ákvörðun aganefndar sænska sambandsins. Kvörtun hafði borist sambandinu frá Hugo Larsson, efnilegum miðjumanni, sem var keyptur til Eintracht Frankfurt í sumar. Magnús var umboðsmaður Larsson þar til síðasta vor þegar leikmaðurinn ákvað að losa sig undan samningnum. Hann skipti svo til Frankfurt um sumarið með nýjan umboðsmann. Ein af reglunum sem Magnús er dæmdur fyrir að hafa brotið er sú að hann var umboðsmaður leikmanns undir lögaldri og þá gerðist hann einnig sekur um að semja um greiðslu við leikmann undir lögaldri. Í kvörtuninni segir Larsson að Magnús hafi hótað sér lögsókn fyrir að segja upp samningnum sem var á milli þeirra. Magnús svaraði því með að segja að hann hafi upprunalega verið andvígur uppsögn á samningi vegna þess að það var rúmt ár eftir af samningstímanum, en hann hafi að lokum samþykkt uppsögnina í byrjun apríl. Magnús hefur talað um hlutverk Malmö FF í þessum samningsmálum og er sænska knattspyrnusambandið því með félagið til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til refsingar. Magnús hefur til 11. október til að áfrýja dómi aganefndar sænska sambandsins.
Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira