Fótbolti

Frakkar flugu áfram

Sindri Sverrisson skrifar
Frakkar fagna eftir að Kenza Dali skoraði eitt af fjórum mörkum liðsins gegn Marokkó í dag.
Frakkar fagna eftir að Kenza Dali skoraði eitt af fjórum mörkum liðsins gegn Marokkó í dag. Getty/Aitor Alcalde

Frakkland átti ekki í neinum vandræðum með að slá út Marokkó í 16-liða úrslitum HM kvenna í fótbolta í dag.

Þar með liggur ljóst fyrir hvaða lið mætast í 8-liða úrslitunum. Frakkar mæta þar Áströlum á laugardaginn, sama dag og England og Kólumbía mætast. Á föstudaginn mætast annars vegar Spánn og Holland, og hins vegar Japan og Svíþjóð.

Eins og fyrr segir var sigur Frakka í dag aldrei í hættu, gegn liði Marokkó sem svo óvænt komst upp úr sínum riðli á kostnað Þjóðverja.

Kadidiatou Diani skoraði fyrsta markið eftir korters leik, með skalla eftir undirbúning Sakina Karchaoui.

Diani lagði svo upp næsta mark fimm mínútum síðar fyrir Kenza Dali, sem kláraði frábæra sókn Frakka með skoti í stöng og inn. Aðeins þremur mínútum síðar kom svo þriðja markið, eftir slæm mistök í vörn Marokkó, þegar Eugénie Le Sommer skoraði.

Le Sommer bætti svo við fjórða markinu í seinni hálfleik en Frakkar gátu slakað betur á og höfðu fullkomna stjórn á leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×