Fótbolti

FIFA rannsakar þjálfara HM-liðs Sambíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruce Mwape þjálfari með fyrirliðanum Banda Barbra á hliðarlínunni í leik Sambíu á HM.
Bruce Mwape þjálfari með fyrirliðanum Banda Barbra á hliðarlínunni í leik Sambíu á HM. Getty/Jose Breton

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á framkomu þjálfara kvennalandsliðs Sambíu en liðið var meðal þátttökuliða á HM í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Sambía komst ekki upp úr sínum riðli á heimsmeistaramótinu og er því á heimleið. FIFA staðfestir aftur á móti að rannsókn sé hafin á Bruce Mwape, þjálfari liðsins.

The Guardian sagði frá því í gær að þjálfarinn hafi orðið uppvís að því að hafa áreitt einn leikmann sinn tveimur dögum fyrir lokaleik liðsins á móti Kosta Ríka. Mwape á þá að hafa strokið höndum sínum yfir brjóst leikmannsins.

Sambía var á sínu fyrsta heimsmeistaramóti og vann sinn fyrsta HM-sigur í lokaleiknum á móti Kosta Ríka. Japan og Spánn voru yfirburðarlið í riðlinum og fóru áfram.

„FIFA tekur allar ásakanir um ósæmileg hegðun mjög alvarlega og er með skýra og opna boðleið fyrir alla þá sem vilja láta vita af slíkum atvikum,“ sagði talsmaður FIFA við ESPN.

„Við getum staðfest að kvörtun hefur borist varðandi landlið Sambíu og það er eins og er í rannsókn. Við getum ekki gefið upp frekari upplýsingar á meðan rannsóknin stendur yfir,“ sagði talsmaður FIFA.

Mwape hefur verið landsliðsþjálfari Sambíu frá árinu 2018.

Í grein Guardian er meðals annars haft eftir ónefndum leikmanni landsliðsins að ef Mwape vilji sofa hjá leikmanni landsliðsins þá verður viðkomandi að segja já við því.

Knattspyrnusamband Sambíu segir ekkert til í þessum ásökunum og sendi frá sér þessa yfirlýsingu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×