Telja 740 fermetra lykil að sigri Valgeirs og félaga Sindri Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 09:30 Valgeir Lunddal Friðriksson á ferðinni í leik með Häcken. Sænsku meistararnir mæta KÍ frá Færeyjum í dag. Getty/Michael Campanella Færeysku meistararnir í KÍ frá Klaksvík freista þess að halda sögulegu Evrópuævintýri sínu áfram með sigri gegn Svíþjóðarmeisturum Häcken í dag, í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Stór munur er á vellinum sem spilað er á Svíþjóð í dag í samanburði við heimavöll KÍ, eða heilir 740 fermetrar, samkvæmt frétt Aftonbladet. Liðin gerðu markalaust jafntefli í Færeyjum fyrir viku en Svíarnir vonast til þess að með því að hafa meira pláss, á sínum heimavelli, gangi betur að skora í dag. Gervigrasið á Bravida-leikvanginum sem Häcken spilar á þekur 68x105 metra en Djúpumýrarvöllur Færeyingana er ansi lítill eða 64x100 metrar. Svigrúm er í knattspyrnulögunum til að hafa velli misstóra, og þó að reglur UEFA séu þrengri mega vellir í Evrópukeppnum vera á bilinu 100-105 metra langir, og 64-68 metra breiðir. Landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson er einn af leikmönnum Häcken og liðsfélagar hans fagna því að hafa meira pláss, í umfjöllun Aftonbladet: „Þeir [leikmenn KÍ] munu þurfa að leggja meiri vinnu á sig til að verjast. Það verður erfiðara þá að múra fyrir, eins og þeir eru svo góðir í, þegar völlurinn er stærri. Við fáum meira pláss til að spila á,“ sagði Kristoffer Lund. Liðin eru í svipuðum sporum og FCK og Breiðablik sem mætast í Kaupmannahöfn í kvöld. Sigurliðin komast í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar en tapliðin færast í undankeppni Evrópudeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Stór munur er á vellinum sem spilað er á Svíþjóð í dag í samanburði við heimavöll KÍ, eða heilir 740 fermetrar, samkvæmt frétt Aftonbladet. Liðin gerðu markalaust jafntefli í Færeyjum fyrir viku en Svíarnir vonast til þess að með því að hafa meira pláss, á sínum heimavelli, gangi betur að skora í dag. Gervigrasið á Bravida-leikvanginum sem Häcken spilar á þekur 68x105 metra en Djúpumýrarvöllur Færeyingana er ansi lítill eða 64x100 metrar. Svigrúm er í knattspyrnulögunum til að hafa velli misstóra, og þó að reglur UEFA séu þrengri mega vellir í Evrópukeppnum vera á bilinu 100-105 metra langir, og 64-68 metra breiðir. Landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson er einn af leikmönnum Häcken og liðsfélagar hans fagna því að hafa meira pláss, í umfjöllun Aftonbladet: „Þeir [leikmenn KÍ] munu þurfa að leggja meiri vinnu á sig til að verjast. Það verður erfiðara þá að múra fyrir, eins og þeir eru svo góðir í, þegar völlurinn er stærri. Við fáum meira pláss til að spila á,“ sagði Kristoffer Lund. Liðin eru í svipuðum sporum og FCK og Breiðablik sem mætast í Kaupmannahöfn í kvöld. Sigurliðin komast í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar en tapliðin færast í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira