Bróðir Lauren James stoltur af systur sinni: Verður sú besta í heimi í tíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 10:31 Lauren James fagnar öðru marka sinna í siginum á Kína í gær. Getty/Andy Cheung Reece James, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, var heldur betur stoltur af litlu systur sinni eftir frábæra frammistöðu hennar í lokaleik enska landsliðsins í riðlakeppni HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Lauren James skoraði þrjú glæsileg mörk í leiknum en eitt þeirra var dæmt af. Hún átti einnig þrjár stoðsendingar og kom því með beinum hætti að fimm fyrstu mörkum enska liðsins í 6-1 sigri á Kína. Reece James var fljótur á Twitter til að lofa systur sína í bak og fyrir. „Ég trúi því að hún sé besta knattspyrnukona heims í dag og að hún verði það næstu tíu til fimmtán árin án nokkurs vafa,“ skrifaði Reece James. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Hún er með betri tækni en sumir karlleikmenn í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði Reece. Hin 21 árs gamla Lauren James var ekki með enska landsliðinu þegar liðið vann Evrópumótið í fyrra en hún lék sinn fyrsta landsleik í september á síðasta ári. Enska landsliðið missti sinn besta sóknarmann á EM í fyrra í meiðsli og því er það mikilvægt að fá Lauren James svona sterka inn. Lauren spilaði með Chelsea síðustu tvö tímabil og vann tvöfalt á báðum tímabilum. Áður lék hún með Manchester United í þrjú ár en hún byrjaði hjá Arsenal. Lauren tvöfaldaði markaskor sitt fyrir enska landsliðið í þessum sigri á Kína og þrjú af fjórum landsliðsmörkum hennar hafa komið á þessu heimsmeistaramóti. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Lauren James skoraði þrjú glæsileg mörk í leiknum en eitt þeirra var dæmt af. Hún átti einnig þrjár stoðsendingar og kom því með beinum hætti að fimm fyrstu mörkum enska liðsins í 6-1 sigri á Kína. Reece James var fljótur á Twitter til að lofa systur sína í bak og fyrir. „Ég trúi því að hún sé besta knattspyrnukona heims í dag og að hún verði það næstu tíu til fimmtán árin án nokkurs vafa,“ skrifaði Reece James. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Hún er með betri tækni en sumir karlleikmenn í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði Reece. Hin 21 árs gamla Lauren James var ekki með enska landsliðinu þegar liðið vann Evrópumótið í fyrra en hún lék sinn fyrsta landsleik í september á síðasta ári. Enska landsliðið missti sinn besta sóknarmann á EM í fyrra í meiðsli og því er það mikilvægt að fá Lauren James svona sterka inn. Lauren spilaði með Chelsea síðustu tvö tímabil og vann tvöfalt á báðum tímabilum. Áður lék hún með Manchester United í þrjú ár en hún byrjaði hjá Arsenal. Lauren tvöfaldaði markaskor sitt fyrir enska landsliðið í þessum sigri á Kína og þrjú af fjórum landsliðsmörkum hennar hafa komið á þessu heimsmeistaramóti. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira